Tillaga um opið prófkjör samþykkt

Gestur fundarins var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Myndin er úr …
Gestur fundarins var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Myndin er úr myndasafni. mbl.is/Golli

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti einróma í kvöld að efna til prófkjörs laugardaginn 10. nóvember. Prófkjörið verður opið öllum flokksmönnum.

Að sögn Jónasar Þórs Guðmundssonar, formanns kjördæmaráðsins, lýsti enginn yfir framboði á þessum fundi. Fram kom á fundinum að framboðsfrestur verði gefinn til 19. október næstkomandi.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra þingmenn kjörna í SV-kjördæmi í alþingiskosningunum sem fram fóru vorið 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert