Trúnaðarskjali lekið til Kastljóss

Kastljós
Kastljós

Óbirtu trúnaðarskjali vegna kaupa á fjár­hags­upp­lýs­inga­kerfi fyr­ir ríkið var komið með ólög­mæt­um hætti til Kast­ljóss, að sögn Rík­is­end­ur­skoðunar.

Í frétt Kast­ljóss um þetta fjár­hags- og bók­halds­kerfi seg­ir að kerfið hafi kostað fjóra millj­arða, en það hafi átt að kosta 160 millj­ón­ir. Í Kast­ljósi sagði að  Rík­is­end­ur­skoðun hefði skrifað svarta skýrslu um málið sem eng­inn fengi að sjá.

Í yf­ir­lýs­ingu Rík­is­end­ur­skoðunar seg­ir: „Um­rætt vinnuplagg er trúnaðar­gagn sem komið hef­ur verið með ólög­mæt­um hætti til Kast­ljóss. Plaggið hef­ur ekki verið sent form­lega til hlutaðeig­andi aðila til and­mæla. Vill­ur, rang­færsl­ur og mis­skiln­ing­ur sem plaggið kann að inni­halda hafa því ekki verið leiðrétt.

Þeir aðilar sem at­hug­an­ir Rík­is­end­ur­skoðunar bein­ast að hafa rétt til að and­mæla frumniður­stöðum stofn­un­ar­inn­ar. Stofn­un­in fer ávallt vand­lega yfir slík and­mæli áður en gengið er frá end­an­legri skýrslu og tek­ur af­stöðu til þess að hvaða marki tekið verði til­lit til þeirra. Með um­fjöll­un Kast­ljóss hafa hlutaðeig­andi aðilar í reynd verið svipt­ir þess­um and­mæla­rétti. Iðulega breyt­ast drög að skýrsl­um sem Rík­is­end­ur­skoðun hef­ur í smíðum í kjöl­far and­mæla. Jafn­vel eru dæmi um að slík vinnu­p­lögg taki stakka­skipt­um á loka­stig­um vinnslu. Það er því bein­lín­is rangt að leggja um­rætt plagg að jöfnu við full­gerða skýrslu.


Í ljósi fram­an­greinds tel­ur Rík­is­end­ur­skoðun óá­byrgt af Kast­ljósi að vitna eða vísa með öðrum hætti til þessa vinnuplaggs, líkt og um end­an­lega skýrslu sé að ræða. Þess má raun­ar geta að töl­ur þær sem nefnd­ar voru í um­fjöll­un Kast­ljóss­ins er að finna í fjár­lög­um og rík­is­reikn­ingi og hafa því lengi verið op­in­ber­ar upp­lýs­ing­ar.

Rík­is­end­ur­skoðun viður­kenn­ir að vinna við verk­efnið hef­ur dreg­ist á lang­inn. Þegar um­rætt vinnuplagg lá fyr­ir í árs­lok 2009 var ákveðið að skoða bet­ur nokkra þætti og upp­færa upp­lýs­ing­ar sem orðnar voru úr­elt­ar. Þessi vinna hef­ur farið fram á und­an­förn­um miss­er­um með hlé­um. Áætlað er að henni ljúki áður en langt um líður og að niður­stöður verði birt­ar í op­in­berri skýrslu. Frá­leitt er að halda því fram að Rík­is­end­ur­skoðun hafi reynt að halda mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um frá Alþingi, enda send­ir stofn­un­in ár­lega um 30 rit til þings­ins þar sem iðulega er fjallað með gagn­rýn­um hætti um marg­vís­lega þætti rík­is­rekstr­ar­ins.

Rík­is­end­ur­skoðun harm­ar að um­rætt ófull­gert vinnuplagg stofn­un­ar­inn­ar hafi ratað í fjöl­miðla enda er það, af fyrr­greind­um ástæðum, afar óheppi­legt og get­ur ekki stuðlað að upp­lýstri umræðu. Þvert á móti kann það að skaða þá hags­muni sem í húfi eru. Þá get­ur boðuð um­fjöll­un Kast­ljóss­ins um ör­ygg­is­mál fjár­hags­upp­lýs­inga­kerf­is rík­is­ins stefnt mik­il­væg­um al­manna­hags­mun­um í voða og haft ófyr­ir­séðar af­leiðing­ar í för með sér.“

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.
Sveinn Ara­son rík­is­end­ur­skoðandi.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka