Alvarlegir gallar á bókhaldskerfinu

Innleiðing bókahaldskerfisins hefur kostað milljarða.
Innleiðing bókahaldskerfisins hefur kostað milljarða. mbl.is/Golli

Al­var­leg­ir ör­ygg­is­gall­ar eru á rekstri bók­halds­kerf­is sem ríkið keypti af Skýrr árið 2001. Þetta er full­yrt í frétta­skýr­ingu sem Kast­ljós birti í kvöld. Þar seg­ir enn­frem­ur að farið sé á svig við viður­kennd­ar reikn­ings­skila­venj­ur og eld­vegg­ir milli stofn­ana séu lek­ir.

Kast­ljós hóf í gær að fjalla um bók­halds­kerfi rík­is­ins, en Rík­is­end­ur­skoðun hef­ur unnið að skýrslu um málið. Skýrsl­an er ekki til­bú­in og hef­ur ekki verið kynnt Alþingi þrátt fyr­ir að nokk­ur ár séu síðan stofn­un­inni var falið að vinna skýrslu um inn­leiðingu kerf­is­ins og kostnað við það.

Inn­leiðing bók­halds­kerf­is­ins hef­ur kostað yfir fjóra millj­arða króna. Í Kast­ljósi í kvöld kom fram að mikið vanti á að kerfið upp­fylli ör­ygg­is­staðla. Þannig geti sama mann­eskj­an tekið við reikn­ing­um, bókað þá, samþykkt og greitt reikn­inga.

Vitnað er í drög að skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar þar sem seg­ir að stofn­un­in telji að um al­var­leg­an ör­ygg­is­veik­leika sé að ræða sem geti leitt til hugs­an­legra mistaka eða mis­notk­un­ar og „því valdið rík­is­sjóði mikl­um skaða“.

Einnig seg­ist Kast­ljós hafa séð tölvu­pósta frá not­end­um kerf­is­ins þar sem kvartað er yfir því að hægt sé „að opna, bóka eða bak­færa færslu­bæk­ur sem aðrar stofn­an­ir eiga í kerf­inu“.

Frétt RÚV um málið.

Fyrirtækinu Skýrr var falið að innleiða kerfið.
Fyr­ir­tæk­inu Skýrr var falið að inn­leiða kerfið.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert