Eitt nauðungaruppboð á dag

Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrstu átta  mánuði ársins var 271 fasteign seld á nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík. Þetta er talsvert meira en á sama tíma í fyrra þegar 181 eign var seld. Frá ársbyrjun 2009 hefur embætti sýslumanns selt 1.315 fasteignir á nauðungaruppboði. Það þýðir að ein eign var seld á dag.

Nauðungaruppboðum hjá sýslumanninum í Reykjavík fjölgaði mikið eftir hrun. Uppboðin voru innan við 100 á árunum 2005-2006. Þeim fjölgaði 2007 og árið 2008 voru þau 161. Árið 2009 voru 207 eignir seldar og árið 2010 voru þær 453. Í fyrra voru 384 fasteignir seldar og fyrstu átta mánuði þessa árs var 271 eign seld. Miðað við þetta má ætla að litlu færri fasteignir verði seldar á nauðungaruppboði í Reykjavík í ár en árið 2010.

Á fyrstu átta mánuðum ársins voru skráðar 1.459 nauðungarsölubeiðnir hjá sýslumanninum í Reykjavík, en þær voru 2.251 allt árið í fyrra.

Margir mánuðir og ár geta liðið frá því að lán lendir í vanskilum þar til íbúð er seld á uppboði. Fleiri nauðungarsölur í ár má m.a. skýra með því að mörgum uppboðum var frestað í fyrra vegna lagaóvissu eftir að dómstólar dæmdu gjaldeyrislán ólögmæt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert