Guðlaugur Þór vill 2. sætið

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég bið um stuðning ykk­ar til að leiða lista okk­ar í öðru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­anna í kom­andi þing­kosn­ing­um. Ég hef ákveðið að sækj­ast eft­ir öðru sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðismanna í Reykja­vík,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Face­book-síðu sinni í lok yf­ir­lýs­ing­ar sem hann birti þar í kvöld.

Guðlaug­ur Þór sótt­ist eft­ir fyrsta sæt­inu í Reykja­vík fyr­ir síðustu þing­kosn­ing­ar ásamt Ill­uga Gunn­ars­syni, nú­ver­andi þing­flokks­for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins. Ill­ugi hafði hins veg­ar bet­ur og Guðlaug­ur varð í öðru sæti í próf­kjör­inu. Þeir leiddu síðan sitt hvorn fram­boðslist­ann í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um.

Þrátt fyr­ir ákvörðun Guðlaugs verður Ill­ugi ekki einn um að sækj­ast eft­ir fyrsta sæt­inu í Reykja­vík en Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, odd­viti sjálf­stæðismanna í borg­ar­stjórn, hef­ur lýst því yfir að hún ætli að sækj­ast eft­ir fyrsta sæt­inu í borg­inni fari fram al­mennt próf­kjör.

Yf­ir­lýs­ing Guðlaugs Þórs:

„Kæru vin­ir

Í mínu póli­tíska starfi hef ég ávallt lagt áherslu á að bæta hag heim­ila, styrkja at­vinnu­lífið og hafa frelsi ein­stak­lings­ins að leiðarljósi. Á þessu kjör­tíma­bili hef ég unnið eft­ir þeirri forskrift og lagt sér­staka áherslu á að veita rík­is­stjórn­inni og stofn­un­um rík­is­ins aðhald.

Helsti drif­kraft­ur þjóðfé­lags­ins eru heim­il­in ásamt litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um. Vinstri stjórn und­an­far­inna ára hef­ur hins veg­ar ekki tryggt at­vinnu­líf­inu eðli­leg rekst­ar­skil­yrði og staða heim­il­anna er mikið áhyggju­efni. Þetta kem­ur í sjálfu sér ekki á óvart enda hef­ur eng­in þjóð náð að vinna sig út úr efna­hags­leg­um þreng­ing­um með stór­aukn­um rík­is­af­skipt­um og skatt­pín­ingu, líkt og vinstri stjórn­in hef­ur lagt megin­á­herslu á. Eina leiðin til að bæta lífs­kjör­in og tryggja vel­ferð er að veita fólk­inu í land­inu frelsi til at­hafna.

Ég vil leggja mitt af mörk­um í þeirri bar­áttu sem framund­an er og von­ast til að fá stuðning ykk­ar til að halda áfram á sömu braut. Okk­ar Sjálf­stæðismanna bíður það spenn­andi verk­efni að stilla upp sig­ur­strang­leg­um lista fyr­ir mik­il­væg­ustu alþing­is­kosn­ing­ar sem fram hafa farið hér á landi.

Mark­miðið er að koma þess­ari rík­is­stjórn frá og leiða Ísland inn í betri tíð.

Ég bið um stuðning ykk­ar til að leiða lista okk­ar í öðru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­anna í kom­andi þing­kosn­ing­um. Ég hef ákveðið að sækj­ast eft­ir öðru sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðismanna í Reykja­vík.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert