Kólnandi veður í kortunum

mbl.is/Ómar

Þrátt fyrir gott veður í dag þá endist það ekki lengi, að minnsta kosti ekki norðantil. Á morgun mun kólna á Norðurlandi og á fimmtudag má búast við slyddu eða snjókomu í innsveitum norðan- og austanlands um kvöldið.

Spáin fyrir daginn í dag:

Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og bjartviðri. Suðvestan og vestan 5-10 m/s síðdegis og þykknar upp, en fer að rigna seint í kvöld og nótt, fyrst V-til. Norðlæg átt 5-10 m/s á morgun og víða dálítil rigning með köflum og jafnvel slydda í innsveitum N-lands. Styttir smám saman upp er líður á daginn. Hiti 7 til 12 stig í dag, en kólnar heldur N-til á morgun.

Sjá  nánar einstök spásvæði

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert