„Ný stefna í heilbrigðismálum Íslendinga þolir enga bið“

Hollvinasamtök líknardeilda segja að ný stefna í heilbrigðismálum Íslendinga þoli …
Hollvinasamtök líknardeilda segja að ný stefna í heilbrigðismálum Íslendinga þoli enga bið. Samtökin héldu í gær ráðstefnu á Grand hóteli um málefnið. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Ný stefna í heil­brigðismál­um Íslend­inga, sem mótuð er í sam­ráði við sjúka, aldraða og deyj­andi og aðstand­end­ur þeirra og bygg­ist á heild­ar­lög­um frá Alþingi um heil­brigðisþjón­ustu, þolir enga bið.“ Þetta seg­ir í álykt­un sem Holl­vina­sam­tök líkn­ar­deilda samþykktu í gær.

„Við héld­um þessa ráðstefnu af því að okk­ur finnst að það megi hafa meira sam­ráð við þjóðina og við fólkið í land­inu, enda þótt vel­ferðarráðuneytið hafi haft sam­ráð við fjölda manns við gerð sinn­ar skýrslu um málið þá held ég að það hefði mátt hafa miklu víðara sam­ráð,“ seg­ir sr. Örn Bárður Jóns­son, formaður Holl­vina­sam­taka líkn­ar­deilda. Ráðstefn­an var hald­in um stefnu­mörk­un í heil­brigðismál­um á Íslandi und­ir yf­ir­skrift­inni Frá vöggu til graf­ar.

Vís­ar sr. Örn Bárður þar í skýrslu­drög sem ráðuneytið hef­ur látið vinna vegna mark­miða sem Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in hef­ur sett fram um nýja heil­brigðis­stefnu fyr­ir árið 2020. Norðmenn hafa nú þegar end­ur­skoðað heil­brigðis­stefnu sína og var hún kynnt á ráðstefn­unni.

„Kannski hefði þurft að leggja þetta ein­hvern veg­inn út á netið og leyfa fólki segja sitt um þetta. Það er svo auðvelt í dag að fá viðbrögð fólks,“ seg­ir sr. Örn Bárður.

Mark­miðið að hafa áhrif á Alþingi

Um mark­mið ráðstefn­unn­ar sagði í fund­ar­boði: „Mark­miðið er að hafa áhrif á Alþingi og rík­is­stjórn að koma á not­enda­miðuðu heil­brigðis- og vel­ferðar­kerfi í sam­ræmi við þarf­ir, skoðanir og vilja fólks­ins í land­inu.“

Spurður um viðbrögð Guðbjarts Hann­es­son­ar vel­ferðarráðherra sem sat ráðstefn­una, seg­ir sr. Örn Bárður: „Vel­ferðarráðherra mælt­ist vel í okk­ar garð og lýsti því að hann vildi gott sam­starf um þróun þess­ara mála.“

„Heil­brigðisþjón­ust­an er svo mik­il­væg og hún snert­ir okk­ur öll og þar af leiðandi þarf að vanda mjög til skipu­lags henn­ar og hún þarf að vera ná­lægt fólk­inu. Ég er hrædd­ur við of mikla samþjöpp­un og sam­ein­ingu. Það er svo­lítið mál að fara um landið í öll­um veðrum og grunnþjón­ust­an þarf að vera ná­lægt fólki og þarf að huga vel að þessu að fólkið sog­ist ekki allt hingað á suðvest­ur­hornið af því að hér er allt. Það verður ein­hvern veg­inn að skapa jafn­vægi og efla byggðir vítt og breitt um landið.“

„Aldrei sannað eða sýnt fram á neinn raun­veru­leg­an sparnað“

„Stund­um geta stór­ar ein­ing­ar verið hag­kvæm­ar en ég held að við verðum að hugsa meira út frá hinu smáa. Það get­ur haft ákveðna hagræðingu í för með sér, en mér sýn­ist þegar verið er að sam­eina allskon­ar stofn­an­ir í land­inu í nafni sparnaðar að það sé aldrei sannað eða sýnt fram á að það hafi verið neinn raun­veru­leg­ur sparnaður af því.“

„Skjól­stæðing­ar send­ir á elli­heim­ili úti á landi“

„Ég man eft­ir því á tíma­bili að þá voru skjól­stæðing­ar mín­ir hér í Vest­ur­bæn­um send­ir í vist­un á elli­heim­il­um úti á landi. Það var hér sókn­ar­barn hjá mér sem var allt í einu komið aust­ur á Klaust­ur,“ seg­ir sr. Örn Bárður.

Hann seg­ir út frá al­mennri skyn­semi best að starfa í litl­um ein­ing­um. „Auðvitað geta há­tækniskurðstof­ur ekki verið í hverj­um bæ, en það verður þá að efla mjög sjúkra­flutn­inga og tryggja að fólk finn­ist það vera ör­uggt og fái skjóta og ör­ugga þjón­ustu ef á þarf að halda. Að það sé ekki ótti og ugg­ur í fólki að það búi ekki við ör­yggi út af fjar­lægð frá stofn­un­um,“ seg­ir sr. Örn Bárður.

Hann seg­ir að það megi ekki hugsa allt úr frá krón­um og aur­um. Þó það sé dýrt að búa dreift geti verið til hag­kvæm­ar ein­ing­ar, það fari eft­ir því hvernig þær séu rekn­ar. „Það er líka í þessu stóra batte­ríi hér í Reykja­vík og þessu fjöl­menni erfiðara oft að ná sam­an þeirri nýt­ingu sem þarf því á lit­um stöðum þekkj­ast all­ir og alltaf hægt að kalla inn fólk og fylla upp í ef losn­ar,“ seg­ir sr. Örn Bárður.

Heil­brigðis- og vel­ferðar­kerfið verði mótað í sam­ráði við not­end­ur

Holl­vina­sam­tök­in samþykktu álykt­un á ráðstefn­unni þar sem skorað er á Alþingi að koma á not­enda­miðuðu heil­brigðis- og vel­ferðar­kerfi sem mótað sé í sam­ráði við sjúka, aldraða og deyj­andi sem og aðstand­end­ur þeirra.

Álykt­un sam­tak­anna í heild sinni:

„Ráðstefna Holl­vina­sam­taka líkn­ar­deilda, hald­in í Reykja­vík 24. sept­em­ber 2012, skor­ar á Alþingi að koma á not­enda­miðuðu heil­brigðis- og vel­ferðar­kerfi sem mótað er í sam­ráði við sjúka, aldraða og deyj­andi – og aðstand­end­ur þeirra. 

Svæðis­nefnd Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar WHO í Evr­ópu hef­ur samþykkt heil­brigðisáætl­un sem nefnd er Health 2020. Þar er lögð áhersla á aðgerðir til að vinna að bættri heilsu og vellíðan fólks, draga úr ójöfnuði, styrkja lýðheilsu og tryggja sjálf­bært, not­enda­miðað heil­brigðis- og vel­ferðar­kerfi sem um leið upp­fyll­ir ströngustu gæðakröf­ur. Sér­stök áhersla er lögð á að tryggja hag þeirra sem eiga und­ir högg að sækja í heilsu­fars­leg­um efn­um.

Í sam­ræmi við þetta hef­ur áætl­un um nýtt heil­brigðis­kerfi tekið gildi í Nor­egi.  Áætl­un­in er nefnd SAM­HAND­LINGS­REFOR­MEN –sam­starfs­áætl­un um end­ur­bæt­ur í heil­brigðis­kerf­inu, þar sem al­menn heil­brigðisþjón­usta og umönn­un aldraðra og deyj­andi er sam­einuð und­ir eina stjórn og lögð áhersla á for­varn­ir og mælt fyr­ir um aukið sam­starf heil­brigðis­stofn­ana og að færa heil­brigðisþjón­ustu nær fólk­inu.

Ný stefna í heil­brigðismál­um Íslend­inga, sem mótuð er í sam­ráði við sjúka, aldraða og deyj­andi og aðstand­end­ur þeirra og bygg­ist á heild­ar­lög­um frá Alþingi um heil­brigðisþjón­ustu, þolir enga bið.“

Tengd­ar frétt­ir:

„Taki á mála­flokkn­um með reisn“

Biðlist­ar í Nor­egi hafa styst

Sr. Örn Bárður Jónsson, formaður Hollvinasamtaka líknardeilda.
Sr. Örn Bárður Jóns­son, formaður Holl­vina­sam­taka líkn­ar­deilda. mbl.is/​Golli
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra sat ráðstefnuna í gær á Grand hóteli.
Guðbjart­ur Hann­es­son, vel­ferðarráðherra sat ráðstefn­una í gær á Grand hót­eli. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert