Segja Höskuld hafa vitað um áform Sigmundar Davíðs

Höskuldur Þórhallsson á fundi með flokkssystkynum.
Höskuldur Þórhallsson á fundi með flokkssystkynum. mbl.is/Árni Sæberg

Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segist hafa haft samband við Höskuld Þór Þórhallsson sl. fimmtudag og greint honum frá því hvað væri á döfinni hjá flokknum í Norðausturkjördæmi.

Hann hefði jafnframt beðið Höskuld að halda trúnað um það. Höskuldur hefði því vitað að Birkir Jón Jónsson væri að hætta á þingi og að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlaði að bjóða sig fram í kjördæminu.

Hrólfur kveðst ekki hafa tilgreint hvaða sæti Sigmundur myndi sækjast eftir. Það væri frambjóðendanna að ákveða sæti sem þeir sæktust eftir.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur m.a. fram, að samkvæmt frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi segir Höskuldur fullyrðingu Hrólfs ranga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert