Sigríður Ingibjörg vill forystusæti í Reykjavík

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

„Ég býð mig fram til forystu í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is.

Það þýðir að hún hafi í hyggju að bjóða sig fram í 1.-2. sæti í sameiginlegu prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Fyrir í þeim sætum eru Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í fyrsta sæti og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í öðru sæti.

Sigríður Ingibjörg var í fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar 2009 á eftir Helga Hjörvar, þingmanni flokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert