„Upplifa líka vellíðan og áþján“

Dagur dýranna verður haldinn hátíðlegur hér á landi 4. október …
Dagur dýranna verður haldinn hátíðlegur hér á landi 4. október næstkomandi. Þar verður lögð áhersla á dýravelferð og dýrarétt, en fyrsta reglugerðin um dýravernd var sett hér á landi árið 1914. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

„En markmiðið er fyrst og fremst að hvetja alla Íslendinga til að stuðla að dýravelferð og að útskýra af hverju það er mikilvægt á þeim grunni að dýr hafa sömu burði til að upplifa ánægju og áþján og mannfólkið.“ Þetta segir lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason sem hefur sérhæft sig í íslenskum dýrarétti.

Í tilefni af alþjóðlegum Degi dýranna sem verður haldinn þann 4. október er grein eftir Árna Stefán á vefsíðu samtakanna.

Þar er meðal annars rakið hvernig húsdýr komu fyrst til Íslands og hversu mikilvægt það var fyrir fólk á öldum áður að hugsa vel um húsdýrin, enda skiptu þau öllu máli fyrir lífsviðurværi í þessu hrjóstruga landi.

„Það var ekki fyrr en árið 1914 sem reglugerð um dýravelferð var kynnt fyrst á Íslandi. Fram að því þurftu dýr að treysta á mannlegan kærleika, en líkt og víða annarsstaðar í heiminum, var hér pottur brotinn í þessum efnum og dýr þjáðust af illri meðferð,“ segir í grein Árna Stefáns.

„Þrátt fyrir að reglugerðin um dýravelferð hafi verið sett árið 1914 þurfa mörg dýr ennþá að búa við bág kjör. Þetta er algengast þar sem húsdýr eru notuð í verksmiðjuframleiðslu, en á einnig við í gæludýrageiranum. Á Íslandi er vaxandi fjöldi gæludýraeigenda og margir af þeim telja að það vanti samtök sem beini kastljósinu að velferð dýra,“ segir Árni Stefán.

Í umfjölluninni um dýravernd á Íslandi á vefsíðunni worldanimalday.co.uk má lesa um Árna Stefán, sem er eini íslenski lögfræðingurinn sem hefur sérhæft sig í dýrarétti. Hann er með mastersgráðu í lögum frá Háskólanum í Reykjavík og í lokaverkefni hans fjallaði hann um dýravelferð á Íslandi og hvernig íslensk stjórnvöld hafi sinnt henni frá árinu 1914.

Í ár var Árni tilnefndur af lesendum Fréttablaðsins til viðtöku samfélagsverðlauna fyrir störf hans að málefnum dýravelferðar sem honum voru veitt af forseta Íslands í mars á þessu ári.

Þetta er í fyrsta skipti sem Dagur dýranna er haldinn hátíðlegur hér á landi, en í tilefni hans verður haldinn fundur í Hafnafjarðarkirkju þann 4. október næstkomandi.

Árni Stefán Árnason, lögfræðingur.
Árni Stefán Árnason, lögfræðingur.
Því fylgir mikil ábyrgð að eiga gæludýr. Eigandinn hefur skyldum …
Því fylgir mikil ábyrgð að eiga gæludýr. Eigandinn hefur skyldum að gegna gagnvart velferð dýrsins og þau eiga sinn rétt. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson
Dverghamstrar eru vinsæl gæludýr barna.
Dverghamstrar eru vinsæl gæludýr barna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Kýr komu til landsins með landnámsmönnum, líklega á níundu öld. …
Kýr komu til landsins með landnámsmönnum, líklega á níundu öld. Rúmlega tíu öldum síðar var sett reglugerð um velferð þeirra. mbl.is/Þorkell
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert