Alþingi gafst upp á kerfinu

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. mbl.is/Árni Sæberg

Alþingi ákvað að hætta að nota Oracle fjár­hags- og mannauðskerfi Fjár­sýsl­unn­ar vegna þess að ýms­ir erfiðleik­ar fylgdu því að nota kerfið. Þetta sagði Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Alþing­is, í sam­tali við Kast­ljós í kvöld.

Ákvörðun um að taka upp kerfið var tek­in árið 2010, en Alþingi hef­ur nú lagt það til hliðar og tekið að nýju upp það kerfi sem skrif­stofa þings­ins notaði áður.

Helgi seg­ir að Alþingi hafi þurft ýms­ar sér­lausn­ir í kerf­inu og það hafi ekki gengið upp. Þetta hafi valdið töf­um hjá skrif­stofu þings­ins og nokkr­um kostnaði, lík­lega í kring­um 2-3 millj­ón­um, að því er Helgi seg­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert