Alþingi ákvað að hætta að nota Oracle fjárhags- og mannauðskerfi Fjársýslunnar vegna þess að ýmsir erfiðleikar fylgdu því að nota kerfið. Þetta sagði Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í samtali við Kastljós í kvöld.
Ákvörðun um að taka upp kerfið var tekin árið 2010, en Alþingi hefur nú lagt það til hliðar og tekið að nýju upp það kerfi sem skrifstofa þingsins notaði áður.
Helgi segir að Alþingi hafi þurft ýmsar sérlausnir í kerfinu og það hafi ekki gengið upp. Þetta hafi valdið töfum hjá skrifstofu þingsins og nokkrum kostnaði, líklega í kringum 2-3 milljónum, að því er Helgi segir.