Kostnaður í samræmi við heimildir

Fjármálaráðuneytið
Fjármálaráðuneytið

Gjöld vegna þessa fjár­hags- og mannauðskerfi rík­is­ins hafa nán­ast und­an­tekn­inga­laust verið inn­an heim­ilda fjár­laga. Samþykkt­ar fjár­heim­ild­ir nema sam­tals 4.875 millj­ón­um frá 2001-2011 en út­gjöld verið 4.712 millj­ón­um, eða 3,3% lægri en samþykkt­ar fjár­heim­ild­ir Alþing­is á fjár­lög­um.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu, en í henni er brugðist við umræðu síðustu daga vegna þró­un­ar og rekst­urs fjár­hags- og  mannauðskerfa rík­is­ins, þar sem vitnað hef­ur verið í drög að skýrslu sem Rík­is­end­ur­skoðun hef­ur unnið að um það efni.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir:

  • Fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið hef­ur ekki  fengið um­rædd skýrslu­drög í hend­ur, en um­fjöll­un­in und­an­farna daga gef­ur til­efni til þess að ráðuneytið, í sam­vinnu við þær stofn­an­ir sem málið varðar, fari yfir þær at­huga­semd­ir og ávirðing­ar sem fram koma í skýrslu­drög­un­um eins og þau hafa komið fram í um­fjöll­un á op­in­ber­um vett­vangi. Ráðuneytið tel­ur hins veg­ar mik­il­vægt að Rík­is­end­ur­skoðun gef­ist ráðrúm til að ljúka við gerð skýrsl­unn­ar og að þar séu viðhöfð vönduð vinnu­brögð, sem fel­ast m.a. í því að þeim sem málið varðar og gerst þekkja til sé gef­inn kost­ur á að gera efn­is­leg­ar at­huga­semd­ir við skýrsl­una áður en hún er full­frá­geng­in.
  • Starfs­menn ráðuneyt­is­ins hafa átt fundi með yf­ir­stjórn Fjár­sýslu rík­is­ins, þar sem fram hafa komið al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við frétta­flutn­ing af mál­inu. Ráðuneytið hef­ur hvatt til þess að Fjár­sýsl­an komi þeim at­huga­semd­um á fram­færi með það að mark­miði að um­fjöll­un um kostnað við upp­bygg­ingu og rekst­ur fjár­hags- og mannauðskerf­is     ríks­ins séu rétt­ar og að staðhæf­ing­um um meinta galla og ör­ygg­is­bresti kerf­is­ins sé svarað efn­is­lega.
  • Ráðuneytið mun fyr­ir sitt leyti fara ít­ar­lega yfir þann kostnað sem fallið hef­ur til vegna fjár­fest­ing­ar í fjár­hags­kerf­inu og við rekst­ur þess. Mik­il­vægt er í um­fjöll­un um málið að gerður sé grein­ar­mun­ur á þessu tvennu, þ.e. stofn­kostnaði og rekstri. Jafn­framt mun ráðuneytið leggja mat á notk­un kerf­is­ins og mögu­leg­ar úr­bæt­ur, en inn­leiðing þess hef­ur stór­lega bætt fjár­hags­upp­lýs­ing­ar rík­is­ins til bæði stjórn­un­ar og upp­gjörs. Hag­ur rík­is­ins felst í því að farið sé yfir það með gagn­rýn­um og yf­ir­veguðum hætti hvernig bæta megi kerfið og lág­marka um leið kostnað við rekst­ur þess.
  • Gerð er at­huga­semd við það að við und­ir­bún­ing um­fjöll­un­ar um málið hef­ur ekki verið leitað eft­ir upp­lýs­ing­um hjá þeim aðilum sem ann­ast hafa stjórn og rekst­ur kerf­is­ins og hafðar uppi ærumeiðandi dylgj­ur um þátt og tengsl þeirra ein­stak­linga sem að þeim verk­efn­um hafa komið.
  • Loks skal minnt á að gerð hef­ur verið grein fyr­ir fjár­veit­ing­um til rekst­urs kerf­is­ins í frum­varpi til fjár­laga ár hvert. Alþingi hef­ur samþykkt fjár­veit­ing­ar til verk­efn­is­ins og kostnaður við það hef­ur því legið fyr­ir ár frá ári. Gjöld vegna þessa verk­efn­is hafa nán­ast und­an­tekn­inga­laust verið inn­an heim­ilda fjár­laga, eins og sjá má í meðfylgj­andi töflu sem sýn­ir raun­veru­leg­an kostnað sam­an­bor­inn við fjár­heim­ild­ir samþykkt­ar af Alþingi.

Nán­ar um kostnað ein­stök ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka