Kostnaður í samræmi við heimildir

Fjármálaráðuneytið
Fjármálaráðuneytið

Gjöld vegna þessa fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins hafa nánast undantekningalaust verið innan heimilda fjárlaga. Samþykktar fjárheimildir nema samtals 4.875 milljónum frá 2001-2011 en útgjöld verið 4.712 milljónum, eða 3,3% lægri en samþykktar fjárheimildir Alþingis á fjárlögum.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en í henni er brugðist við umræðu síðustu daga vegna þróunar og reksturs fjárhags- og  mannauðskerfa ríkisins, þar sem vitnað hefur verið í drög að skýrslu sem Ríkisendurskoðun hefur unnið að um það efni.

Í yfirlýsingunni segir:

  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki  fengið umrædd skýrsludrög í hendur, en umfjöllunin undanfarna daga gefur tilefni til þess að ráðuneytið, í samvinnu við þær stofnanir sem málið varðar, fari yfir þær athugasemdir og ávirðingar sem fram koma í skýrsludrögunum eins og þau hafa komið fram í umfjöllun á opinberum vettvangi. Ráðuneytið telur hins vegar mikilvægt að Ríkisendurskoðun gefist ráðrúm til að ljúka við gerð skýrslunnar og að þar séu viðhöfð vönduð vinnubrögð, sem felast m.a. í því að þeim sem málið varðar og gerst þekkja til sé gefinn kostur á að gera efnislegar athugasemdir við skýrsluna áður en hún er fullfrágengin.
  • Starfsmenn ráðuneytisins hafa átt fundi með yfirstjórn Fjársýslu ríkisins, þar sem fram hafa komið alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning af málinu. Ráðuneytið hefur hvatt til þess að Fjársýslan komi þeim athugasemdum á framfæri með það að markmiði að umfjöllun um kostnað við uppbyggingu og rekstur fjárhags- og mannauðskerfis     ríksins séu réttar og að staðhæfingum um meinta galla og öryggisbresti kerfisins sé svarað efnislega.
  • Ráðuneytið mun fyrir sitt leyti fara ítarlega yfir þann kostnað sem fallið hefur til vegna fjárfestingar í fjárhagskerfinu og við rekstur þess. Mikilvægt er í umfjöllun um málið að gerður sé greinarmunur á þessu tvennu, þ.e. stofnkostnaði og rekstri. Jafnframt mun ráðuneytið leggja mat á notkun kerfisins og mögulegar úrbætur, en innleiðing þess hefur stórlega bætt fjárhagsupplýsingar ríkisins til bæði stjórnunar og uppgjörs. Hagur ríkisins felst í því að farið sé yfir það með gagnrýnum og yfirveguðum hætti hvernig bæta megi kerfið og lágmarka um leið kostnað við rekstur þess.
  • Gerð er athugasemd við það að við undirbúning umfjöllunar um málið hefur ekki verið leitað eftir upplýsingum hjá þeim aðilum sem annast hafa stjórn og rekstur kerfisins og hafðar uppi ærumeiðandi dylgjur um þátt og tengsl þeirra einstaklinga sem að þeim verkefnum hafa komið.
  • Loks skal minnt á að gerð hefur verið grein fyrir fjárveitingum til reksturs kerfisins í frumvarpi til fjárlaga ár hvert. Alþingi hefur samþykkt fjárveitingar til verkefnisins og kostnaður við það hefur því legið fyrir ár frá ári. Gjöld vegna þessa verkefnis hafa nánast undantekningalaust verið innan heimilda fjárlaga, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu sem sýnir raunverulegan kostnað samanborinn við fjárheimildir samþykktar af Alþingi.

Nánar um kostnað einstök ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert