Seldi fíkniefni við framhaldsskóla

AFP

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast á undanförnum dögum vegna afskipta af ungum karlmönnum sem grunaðir eru um dreifingu og sölu fíkniefna. Þannig hafði lögregla afskipti af tvítugum karlmanni sem reyndist vera með kannabisefni á sér.

Við leit á heimili hans fundust að auki 5 grömm af kókaíni og tæplega 10 grömm af kannabisefnum. Á meðan á leitinni stóð kom annar karlmaður á tvítugsaldri á staðinn og reyndist hann einnig vera að selja kannabisefni, en á honum fundust 50 grömm af kannabisefnum.

Þá var þriðji karlmaðurinn á tvítugsaldri handtekinn vegna gruns um sölu fíkniefna við framhaldsskóla. Við leit á honum og í bifreið hans fundust alls tæplega 50 grömm af kannabisefnum í söluumbúðum. Lögreglan lagði einnig hald á töluverða fjármuni sem taldir eru ágóði af fíkniefnasölu.

Í morgun var síðan karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn í austurborginni og fundust um 10 grömm af amfetamíni við leit á heimili hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert