Steig á allar bremsur

Eigandi Hótel Víkur steig á allar bremsur og stendur á …
Eigandi Hótel Víkur steig á allar bremsur og stendur á þeim enn. mbl.is/Jónas

„Þegar ég sá áformin steig ég á allar bremsur og stend á þeim enn,“ segir Elías Guðmundsson, eigandi Hótel Víkur í Mýrdal.

Fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun hótelsins eru í uppnámi vegna áforma ríkisstjórnarinnar um hækkun virðisaukaskatts á gistingu á næsta ári. Svo er um fleiri sem undirbúið hafa hótelbyggingar víða um land.

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á því á Alþingi í fyrradag að hætt hefði verið við hótelbyggingar í Skagafirði, Reykhólasveit og Vík vegna breytinga á virðisaukaskattinum.

Stærsta málið er bygging nýs 60 herbergja hótels á Sauðárkróki. Viggó Jónsson sem komið hefur að undirbúningi sem stjórnarmaður í samtökunum Skagafjarðarhraðlestinni segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að búið hafi verið að fá vilyrði fyrir rúmlega helmingi hlutafjár. „Fjárfestar kipptu að sér höndum, þegar þessi óvissa kom upp, og sögðust ekki vera að hugsa um fjárfestingar í þessum geira á meðan svo væri,“ segir Viggó.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert