VG skilaði ársreikningi

 Ársreikningi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir árið 2011 var skilaði til Ríkisendurskoðunar á mánudag, 24. september, en tilskilinn frestur stjórnmálaflokka til að skila inn ársreikningum rennur út mánudaginn 1. október næstkomandi, að því er segir í tilkynningu frá flokknum.

Ársreikningurinn er að venju gerður í samræmi við lög um ársreikninga, reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga, svo og lög um upplýsingaskyldu stjórnmálasamtaka þar sem m.a. kemur fram að greint skuli frá framlögum einstaklinga umfram 200.000 kr. og framlögum allra fyrirtækja.

Helstu niðurstöður ársreikninganna eru að rekstrarafgangur flokksskrifstofunnar eða flokksins á landsvísu árið 2011 var 25.284.252 kr. en rekstrarafgangur aðildarfélaga VG árið 2011 var 5.195.817 kr.

Hægt er að nálgast endurskoðaða reikninga flokksins aftur til ársins 2003 á heimasíðu hreyfingarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert