Framkvæmdastjóri íhugi uppsögn

Höskuldur Þórhallsson.
Höskuldur Þórhallsson. Bragi —r J—sefsson

Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, fer fram á að fram­kvæmda­stjóri flokks­ins íhugi al­var­lega upp­sögn sína. Þetta kem­ur fram í ít­ar­legri frétta­til­kynn­ingu frá Hösk­uldi. Í til­kynn­ing­unni fer Hösk­uld­ur yfir frétta­flutn­ing af fram­boðsmá­l­um sín­um og Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi, og seg­ir m.a.: „Þrátt fyr­ir aug­ljós­ar rang­færsl­ur og til­raun­ir til að breyta eft­ir á raun­veru­legri at­b­urðarás ákvað fram­kvæmda­stjóri flokks­ins, Hrólf­ur Ölvis­son, að koma fram í fjöl­miðlum og saka mig um lyg­ar. Nú var full­yrt að hann en ekki formaður flokks­ins hefði til­kynnt mér að kvöldi fimmtu­dags­ins 20. sept­em­ber sl. um fyr­ir­ætlan­ir Sig­mund­ar Davíðs. Þetta er full­yrt þrátt fyr­ir að fyr­ir liggi sms frá föstu­deg­in­um 21. sept­em­ber sl. frá for­manni flokks­ins um að hann vilji ræða við mig um mik­il­vægt mál í trúnaði.“

Frétta­til­kynn­ing Hösk­uld­ar í heild:

Í frétta­til­kynn­ingu sem ég var nauðbeygður að senda frá mér sl. mánu­dag gerði ég mér far um að leiðrétta rang­an frétta­flutn­ing af at­b­urðum í Fram­sókn­ar­flokkn­um um síðustu helgi. Ég sé mig, því miður, enn knú­inn til að leiðrétta rang­færsl­ur. Ég fer einnig fram á að fram­kvæmda­stjóri flokks­ins íhugi al­var­lega upp­sögn sína. Ég ít­reka að ég harma þá stöðu sem kom­in er upp í Fram­sókn­ar­flokkn­um með ákvörðun Sig­mund­ar Davíðs.

Þegar ég heyrði kvöld­frétt­ir, bæði á Stöð 2 og í Rík­is­sjón­varp­inu sl. sunnu­dag, varð mér ljóst að búið var að hanna at­b­urðarás sem á sér ekki stoð í raun­veru­leik­an­um.

Þannig kom eft­ir­far­andi fram í frétta­tíma Stöðvar 2:

„Þeir Sig­mund­ur Davíð og Hösk­uld­ur funduðu í gær á Sauðár­króki ásamt öðrum trúnaðarmönn­um flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi til að finna lausn á þeirri stöðu sem upp er kom­in sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Stöðvar 2. Þetta var eft­ir haust­fund Fram­sókn­ar á Krókn­um þar sem all­ir þing­menn flokks­ins voru sam­an komn­ir. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frétta­stofu ræddu þeir Sig­mund­ur Davíð og Hösk­uld­ur einnig sam­an í dag án niður­stöðu.“

Heim­ild­irn­ar sem frétta­stof­an studd­ist við eru rang­ar. Eng­inn slík­ur fund­ur átti sér stað, hvorki með Sig­mundi Davíð né öðrum trúnaðarmönn­um flokks­ins. Eins og áður hef­ur komið fram fékk ég upp­lýs­ing­ar um fram­boð Sig­mund­ar Davíðs í sím­tali um há­deg­is­bilið, strax eft­ir fund­inn. Þá hafði frétta­til­kynn­ing þess efn­is birst í fjöl­miðlum. Ég fór rak­leiðis heim til Ak­ur­eyr­ar enda ljóst að dag­ur­inn yrði anna­sam­ur og ágang­ur fjöl­miðla mik­ill.

Fyr­ir lok frétta­tím­ans kom ég eft­ir­far­andi at­huga­semd­um að:

„Í tengsl­um við frétt okk­ar hér áðan um Fram­sókn­ar­flokk­inn þá vill Hösk­uld­ur Þór Þór­halls­son koma því á fram­færi að það sé rangt að hann og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son hafi rætt sér­stak­lega sam­an um þá ákvörðun Sig­mund­ar Davíðs að gefa kost á sér í fyrsta sæti í Norðaust­ur­kjör­dæmi. Hösk­uld­ur seg­ir það ekki hafa verið borið und­ir sig að víkja fyr­ir Sig­mundi og seg­ist ætla að halda sínu striki.“

Ég ít­reka þakk­ir mín­ar til frétta­stofu Stöðvar 2 að leiðrétta rang­færsl­urn­ar. Ég met mik­ils að frétta­stof­an skyldi strax hafa sam­band við mig og biðjast af­sök­un­ar á mis­tök­un­um. Heim­ild­irn­ar hefðu ein­fald­lega verið rang­ar.

Það er al­veg ljóst að frétt­in sem flutt var í frétta­tíma RÚV sama kvöld var af sömu rót runn­in. Þar kom eft­ir­far­andi fram:

„Þeir fram­sókn­ar­menn sem frétta­stofa ræddi við í dag sögðu að inn­an flokks­ins hafði verið rætt í tölu­verðan tíma að Sig­mund­ur Davíð hygðist bjóða sig fram í fyrsta sæti í kjör­dæm­inu.“

Síðustu daga hef ég í fjöl­mörg­um sam­töl­um mín­um við fólk í Norðaust­ur­kjör­dæmi spurt hvort þessi full­yrðing RÚV gæti átt við rök að styðjast. Í stuttu máli er ekk­ert sem bend­ir til þess. Hvorki for­menn Fram­sókn­ar­fé­laga á Norður- og Aust­ur­landi, sveit­ar­stjórn­ar­menn eða al­menn­ir fé­lags­menn sem ég hef náð sam­bandi við höfðu nokkra vitn­eskju um slíkt. Ótrú­legt væri að fjöl­miðlar hefðu ekki fengið sögu­sagn­ir í hend­ur og þá fjallað um þær, hefðu þær verið á kreiki. Svo virðist sem ein­ung­is fá­menn­ur hóp­ur hafi haft vitn­eskju um fyr­ir­ætlan­ir Sig­mund­ar Davíðs.

Þrátt fyr­ir aug­ljós­ar rang­færsl­ur og til­raun­ir til að breyta eft­ir á raun­veru­legri at­b­urðarás  ákvað fram­kvæmda­stjóri flokks­ins, Hrólf­ur Ölvis­son, að koma fram í fjöl­miðlum og saka mig um lyg­ar. Nú var full­yrt að hann en ekki formaður flokks­ins hefði til­kynnt mér að kvöldi fimmtu­dags­ins 20. sept­em­ber sl. um fyr­ir­ætlan­ir Sig­mund­ar Davíðs. Þetta er full­yrt þrátt fyr­ir að fyr­ir liggi sms frá föstu­deg­in­um 21. sept­em­ber sl. frá for­manni flokks­ins um að hann vilji ræða við mig um mik­il­vægt mál í trúnaði og að bæj­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins á Ak­ur­eyri hafi staðfest í fjöl­miðlum að ákvörðun mín um fram­boð hafi verið kynnt á fé­lags­fundi á Ak­ur­eyri 15. sept­em­ber sl.

Það er fá­heyrt að starfsmaður flokks­ins gangi fram með slík­um hætti. Ég krefst því að Hrólf­ur Ölvis­son íhugi al­var­lega að láta af störf­um fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn. Það skipt­ir öllu máli að fé­lags­menn geti treyst því að skrif­stofa Fram­sókn­ar­flokks­ins starfi af heil­ind­um fyr­ir alla flokks­menn, ekki síst í vænt­an­leg­um próf­kjör­um fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar.

Ég vil svo láta þess getið að fyr­ir for­mannsslag­inn sem átti sér stað árið 2009 send­um við Sig­mund­ur Davíð sam­eig­in­lega beiðni þess efn­is á skrif­stofu Fram­sókn­ar­flokks­ins að til­tek­inn starfsmaður myndi ekki starfa á flokks­skrif­stof­unni þar sem draga mætti hlut­leysi hans í efa. Að sjálf­sögðu var orðið við þeirri beiðni.

Ég harma stöðuna sem upp er kom­in inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins. Ég harma einnig að ófriðarbálið sem geisað hef­ur hjá Fram­sókn­ar­flokkn­um í Reykja­vík und­an­far­in ár hafi nú verið tendrað í Norðaust­ur­kjör­dæmi með ákvörðun Sig­mund­ar Davíðs.

Ég mun ótrauður halda mínu striki og er afar þakk­lát­ur fyr­ir þann mikla stuðning sem ég finn fyr­ir í Norðaust­ur­kjör­dæmi. Leiðtogi flokks­ins í kjör­dæm­inu þarf að hafa hug­rekki til að leiða flokk­inn í þeirri kosn­inga­bar­áttu sem framund­an er og kjark til að ræða mik­il­væg mál­efni við sam­starfs­menn sína. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert