Heilbrigðar tennur eru mannréttindi

Nem­end­ur úr Landa­kots­skóla af­hentu í dag Guðbjarti Hann­es­syni vel­ferðarráðherra  und­ir­skriftal­ista þar sem skorað er á yf­ir­völd og aðra hlutaðeig­andi að tryggja ís­lensk­um börn­um þá tann­vernd sem þeim ber sam­kvæmt  ákvæðum barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna.Tæp­lega sex þúsund manns skrifuðu und­ir áskor­un­ina.

Barna­heill  - Save the Children á Íslandi stóðu fyr­ir málþingi í mars um þá óheillaþróun  sem átt hef­ur sér stað í tann­heilsu ís­lenskra barna. Þar kom meðal ann­ars fram að á aðeins 16 ára tíma­bili hef­ur Ísland farið úr því að vera í hópi tíu efstu þjóða meðal OECD-landa hvað tann­heilsu 12 ára barna varðar, í það að vera í sjötta neðsta sæti.

Tann­heilsa barna virðist vera sá hlekk­ur sem er veik­ast­ur þegar kem­ur að heil­brigðis­kerf­inu og jafn­vel má segja að hann sé brost­inn eins og staðan er í dag, seg­ir í til­kynn­ingu frá Barna­heill­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert