Segir hörðu fíkniefnin erfiðust

Amfetamín.
Amfetamín. mbl.is/Árni Sæberg

Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir það erfiðasta í starfinu tilkomu harðra fíkniefna og þess heims sem hefur þróast í kringum þau. Í þeim heimi er ofbeldi mest og óöryggi mest, þar eru hætturnar mestar.

„Þetta var öðruvísi þegar við á götunni áttum að mestu við áfengið sem vímugjafa, þekkt vandamál en að sumu leyti auðveldara viðureignar. Fíkniefnaheimurinn og sú skipulagða glæpastarfsemi sem hefur þróast gerir starfið hættulegra en áður og lögreglumenn hafa þurft að bregðast við breytingunni með aukinni þjálfun og betri búnaði,“ segir Daníel í viðtali við vikublaðið Akureyri

Aðspurður hvort hegðun fíkniefnaneytenda sé ófyrirsjáanlegri en áfengissjúklinga? segir Daníel menn verða gjörsamlega viti sínu fjær oft af neyslu sérstaklega harðra efna svo sem amfetamíns og kókaíns.

„Þegar æðið rennur af þeim er oft hægt að tala við þá eins og við erum tveir að tala núna saman en æði oft hefst sama hringrásin aftur og aftur og þá er ekki hægt að komast í gegnum vímuástandið hjá viðkomandi með neinum venjulegum aðgerðum.“

Eru heimilisaðstæður, t.d. þar sem börn eru nærri, merkjanlega verri hjá hörðum fíkniefnaneytendum en áfengissjúklingum að jafnaði?

„Að öðru jöfnu myndi ég álíta það. Fíkniefnaneyslu fylgir meiri siðblinda þótt siðblinda geti líka fylgt áfengisneyslunni. Í verstu dæmunum er mikill munur þarna á,“ segir Daníel í viðtali við Akureyri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert