„Mér er efst í huga þakklæti til Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir hennar góðu störf. Þessi tilkynning er náttúrlega stórmerk tíðindi í Íslandssögunni og hún á að baki feril sem er algjörlega sérstakur í íslenskri stjórnmálasögu og nær náttúrlega hátindi þessi síðustu ár þegar hún var sá stjórnmálamaður sem helst gat svarað kalli þjóðarinnar um úrlausn eftir hrun, þegar vantraust á stjórnmálamönnum var í hámarki,“ segir Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is.
Aðspurður hvort hann ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í febrúar næstkomandi segir Árni Páll: „Allt á sinn tíma og þetta er dagur þessarar merku tilkynningar Jóhönnu og það dugar í dag.“