Vill sömu yfirlýsingu frá Steingrími

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður. mbl.is/Ómar

„Ég bíð eft­ir að Stein­grím­ur J. sendi VG fé­lög­um sam­bæri­legt bréf! Þörf er á kyn­slóðaskipt­um í ís­lenskri póli­tík,“ seg­ir Lilja Móses­dótt­ir, alþing­ismaður og fyrr­ver­andi þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, í til­efni af til­kynn­ingu Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, í dag um að hún ætli ekki að gefa kost á sér áfram sem formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og hætta í stjórn­mál­um í þing­kosn­ing­un­um sem fram fara næsta vor.

Lilja seg­ir nóg að nefna Ices­a­ve-málið og skulda­vanda heim­il­anna en bæði Jó­hanna og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, hafi brugðist þjóðinni í þeim mál­um.

„Verra er að þau komust upp með að refsa og ein­angra þá sem vildu gæta hags­muna al­menn­ings í Ices­a­ve-mál­inu og koma í veg fyr­ir að skuld­sett heim­ili í vanda neydd­ust til að taka rán­dýr yf­ir­drátt­ar­lán til að ná end­um sam­an,“ seg­ir hún á Face­book-síðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka