ASÍ tjái sig ekki um ESB

Frá ASÍ-þingi.
Frá ASÍ-þingi. mbl.is/Golli

Stefán Ein­ar Stef­áns­son, formaður VR, ætl­ar að kalla eft­ir því á þingi ASÍ sem haldið verður í næsta mánuði, hvort for­seti ASÍ eigi yf­ir­höfuð að tjá sig um aðild­ar­um­sókn­ina að Evr­ópu­sam­band­inu fyr­ir hönd ASÍ.

„Enda er ekki hægt að vitna ei­líf­lega í gaml­ar álykt­an­ir frá löngu liðnum þing­um. Menn verða að end­ur­nýja þá af­stöðu til þess að geta talað í umboði þess­ar­ar stóru hreyf­ing­ar.“ ASÍ hef­ur um ára­bil fylgt þeirri stefnu að Ísland eigi að sækj­ast eft­ir aðild að ESB og taka upp evr­una. Ekk­ert er hins veg­ar fjallað um Evr­ópu­mál­in í umræðuskjöl­um sem unn­in hafa verið fyr­ir þingið og er frest­ur til að leggja fram til­lög­ur til af­greiðslu á þing­inu runn­inn út.

Í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, að menn hafi talið að ljúka ætti viðræðunum svo þjóðin gæti tekið af­stöðu til álita­efn­anna. ASÍ hafi ekki kraf­ist aðild­ar að ESB óháð öllu öðru held­ur sett mjög sterka fyr­ir­vara um sjáv­ar­út­vegs­mál, byggðamál og land­búnaðar­mál.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert