Ekki endilega lausn að lengja tímann

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðbjart­ur Hann­es­son vel­ferðarráðherra sagði á árs­fundi Vinnu­mála­stofn­un­ar að leng­ing á bóta­tíma­bili at­vinnu­lausra væri ekki endi­lega lausn á vanda þeirra lang­tíma­at­vinnu­lausu. Betra væri að vinna með mál hvers og eins og reyna að gera fólk hæf­ara á vinnu­markaði.

Sam­kvæmt lög­um get­ur fólk verið á at­vinnu­leys­is­bót­um í þrjú ár, en eft­ir það dett­ur það út af bót­um. Eft­ir hrun var ákveðið að lengja þetta tíma­bil tíma­bundið í fjög­ur ár. Lög­in eiga að falla úr gildi um ára­mót, en Guðbjart­ur sagði að stjórn­völd væru að skoða vanda lang­tíma­at­vinnu­lausra í sam­ráði við sveit­ar­fé­lög­in, Vinnu­mála­stofn­un og aðila vinnu­markaðar­ins.

Guðbjart­ur sagði ekk­ert á fund­in­um um hvað stjórn­völd ætluðu að gera, en sagði að til­lög­ur um fram­hald máls­ins myndu liggja fyr­ir, eigi síðar en við aðra umræðu um fjár­laga­frum­varpið.

Á fjár­málaráðstefnu sveit­ar­fé­lag­anna í vik­unni var nefnt að kostnaður sveit­ar­fé­lag­anna við að stytta bóta­tíma­bilið gæti orðið 4-5 millj­arðar vegna þess að sveit­ar­fé­lög­in yrðu að auka greiðslur vegna fjár­hagsaðstoðar til fólks sem ekki væri með vinnu og hefði eng­ar tekj­ur. Guðbjart­ur sagði þess­ar töl­ur út í hött. Þessi kostnaður yrði mun minni.

Guðbjart­ur sagði að vanda­mál þessa hóps myndi hins veg­ar ekki gufa upp þó að fólk hyrfi út af bót­um. Lausn­in fæl­ist í því að gera þenn­an hóp sam­keppn­is­hæf­ari á vinnu­markaði með mennt­un og starf­send­ur­hæf­ingu. Vinnu­mála­stofn­un hefði lagt áherslu á að vinna að úrræðum fyr­ir fólk sem hefði verið án vinnu í lang­an tíma og það þyrfti að halda áfram á þeirri braut.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert