Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu, þurfti að leggja skóna á hilluna í kjölfar höfuðhöggs sem hún hlaut á EM í Finnlandi 2009. Guðrún Sóley starfar nú í Seðlabankanum og hún er í forsíðuviðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kemur út á morgun.
Kolfinna Kristófersdóttir er Eyjastelpa í húð og hár en er á hraðri uppleið í tískuheiminum og prýðir forsíðu tímaritsins i-D auk þess sem tískuhönnuðurinn Alexander Wang nefndi leðurstígvél í haustlínu sinni í höfuðið á Kolfinnu.
Heitustu myndunum á RIFF eru gerð skil í Sunnudagsblaðinu og litið er inn í heldur frumstætt bakarí þar sem öllum tölvum hefur verið úthýst og gamlar vogir með lóðum teknar í notkun.