Fundu fleiri gögn um Geirfinnsmálið

Þjóðskjalasafn Íslands við Laugaveg í Reykjavík.
Þjóðskjalasafn Íslands við Laugaveg í Reykjavík.

Tveir stórir pappakassar af rannsóknargögnum lögreglu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fundust á Þjóðskjalasafninu í sumar. Nefnd sem innanríkisríkisráðherra skipaði til að rannsaka málið er að fara yfir gögnin.

Þegar nefndin var skipuð óskaði hún eftir að fá öll gögn sem tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálum frá Þjóðskjalasafninu. Safnið afhenti nefndinni skráð gögn, en í sumar fundust kassar með fleiri gögnum sem ekki höfðu verið skráðir hjá safninu. Þeir hafa nú verið skráðir og afhentir nefndinni.

Innanríkisráðherra skipaði nefndina í október á síðasta ári og var gert ráð fyrir að hún skilaði niðurstöðum í apríl. Hún fékk hins vegar lengri frest til að skila skýrslu.

Starfshópinn skipa Arndís Soffía Sigurðardóttir lögfræðingur, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og Jón Friðrik Sigurðsson yfirsálfræðingur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert