Hafa ekkert á móti Biblíunni í Suðurhlíðarskóla

Kristján Guðbjartsson Bergmann og Guðmundur Erlendsson frá Gídeonfélaginu, Eric Guðmundsson, …
Kristján Guðbjartsson Bergmann og Guðmundur Erlendsson frá Gídeonfélaginu, Eric Guðmundsson, forstöðumaður Aðventista á Íslandi, Steinunn Hulda Theodórsdóttir, umsjónarkennari og Frode F. Jakobsen, skólastjóri ásamt nemendum Suðurhlíðarskóla.

Kristján Guðbjartsson Bergmann og Guðmundur Erlendsson Gídeons-menn heimsóttu Suðurhlíðarskóla á þriðjudag og afhentu Nýja testamentið. „Við höfum ekkert á móti Biblíum hér,“ segir í tilkynningu frá skólanum um viðburðinn. Suðurhlíðaskóli er einkaskóli og rekinn af aðventistum.

Gídeonsfélagið á Íslandi hefur gefið nemendum á aldrinum 10-15 ára yfir 330.000 eintök af Nýja testamentinu og alls um 700.000 eintök, frá því að félagið varð starfrækt á Íslandi árið 1945. Séra Friðrik Friðriksson (KFUM og K) var einn af stofnendum félagsins hérlendis, en hann hafði kynnst stofnendum Gídeonsfélagsins á för sinni til Kanada.

„Mér var gefin þessi bók árið 1961, ég var þá 12 ára, og ég á hana enn,“ sagði Eric Guðmundsson, forstöðumaður aðventista á Íslandi, þegar Nýja testamentið var afhent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert