Hafa ekkert á móti Biblíunni í Suðurhlíðarskóla

Kristján Guðbjartsson Bergmann og Guðmundur Erlendsson frá Gídeonfélaginu, Eric Guðmundsson, …
Kristján Guðbjartsson Bergmann og Guðmundur Erlendsson frá Gídeonfélaginu, Eric Guðmundsson, forstöðumaður Aðventista á Íslandi, Steinunn Hulda Theodórsdóttir, umsjónarkennari og Frode F. Jakobsen, skólastjóri ásamt nemendum Suðurhlíðarskóla.

Kristján Guðbjarts­son Berg­mann og Guðmund­ur Er­lends­son Gídeons-menn heim­sóttu Suður­hlíðarskóla á þriðju­dag og af­hentu Nýja testa­mentið. „Við höf­um ekk­ert á móti Bibl­í­um hér,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá skól­an­um um viðburðinn. Suður­hlíðaskóli er einka­skóli og rek­inn af aðvent­istum.

Gídeons­fé­lagið á Íslandi hef­ur gefið nem­end­um á aldr­in­um 10-15 ára yfir 330.000 ein­tök af Nýja testa­ment­inu og alls um 700.000 ein­tök, frá því að fé­lagið varð starf­rækt á Íslandi árið 1945. Séra Friðrik Friðriks­son (KFUM og K) var einn af stofn­end­um fé­lags­ins hér­lend­is, en hann hafði kynnst stofn­end­um Gídeons­fé­lags­ins á för sinni til Kan­ada.

„Mér var gef­in þessi bók árið 1961, ég var þá 12 ára, og ég á hana enn,“ sagði Eric Guðmunds­son, for­stöðumaður aðvent­i­sta á Íslandi, þegar Nýja testa­mentið var af­hent.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka