Áður óbirt viðtal við Sævar Ciesielski birtist á nýrri DVD-útgáfu af myndinni Aðför að lögum sem fjallar um Geirfinns- og Guðmundarmálið sýnir Sævar í sínu besta formi, segir Sigursteinn Másson, framleiðandi myndarinnar. Sævar var dæmdur fyrir manndráp árið 1980 og Sigursteinn segir að Sævar hafi hvorki fyrr né síðar verið jafn yfirvegaður og skýr í framsögn en viðtalið var tekið árið 1996 ári áður en máli hans var hafnað endurupptöku sem varð honum mikið áfall. Hér sést stutt brot úr viðtalinu þar sem hann ræðir um meðferðina sem hann fékk í yfirheyrslum og síðar í Síðumúlafangelsi.