Stefnir á forystusæti hjá framsókn

Guðlaugur Gylfi Sverrisson
Guðlaugur Gylfi Sverrisson

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, verkefnastjóri hjá Úrvinnslujóði og fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, býður sig fram til forystu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar.

Guðlaugur Gylfi hefur lengi verið virkur í starfi Framsóknarflokksins, samkvæmt tilkynningu.

Hann hefur verið formaður Framsóknarfélags Seltjarnarness, setið í stjórnum framsóknarfélaganna í Reykjavík, þar af formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur í tvö ár. Setið í stjórn kjördæmasambands framsóknarfélaganna í Reykjavík. Árið 1999 var Guðlaugur Gylfi kosningastjóri framboðs Framsóknarflokksins til Alþingis í Reykjaneskjördæmi. Hann á sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins.

Á árunum 2008-2010 gegndi Guðlaugur stöðu varamanns í borgarráði, var stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, ásamt því að sitja í stjórn Gagnaveitu Reykjavíkur, Austurhafnar og malbikunarstöðvarinnar Höfða.

Guðlaugur Gylfi er 51 árs Reykvíkingur. Hann er með vélstjórnarmenntun af 4. stigi frá Vélskóla Íslands og diplómanám í rekstrar- og viðskiptafræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hann hefur starfað til sjós, unnið við sölumennsku, starfað sem verkefnastjóri í umhverfisráðuneytinu frá 2000-2003, síðan frá árinu 2003 verið verkefnastjóri hjá Úrvinnslusjóði.

Guðlaugur Gylfi er kvæntur Höllu Unni Helgadóttur, viðskiptafræðingi og löggiltum fasteignasala, þau eiga þrjú börn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert