Treystir ekki Ríkisendurskoðun

Fjárlaganefnd fjallar um fjárlagafrumvarpið og fjáraukalagafrumvörp.
Fjárlaganefnd fjallar um fjárlagafrumvarpið og fjáraukalagafrumvörp. mbl.is/Ómar

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar samþykkti á fundi dag að láta Rík­is­end­ur­skoðun ekki fá frum­varp um fjár­auka­lög til um­sagn­ar. Björn Val­ur Gísla­son, formaður nefnd­ar­inn­ar, seg­ir að það ríki ekki traust á milli nefnd­ar­inn­ar og Rík­is­end­ur­skoðunar og við þær aðstæður sé ekki rétt að leita um­sagn­ar stofn­un­ar­inn­ar.

„Það rík­ir ekk­ert traust milli þings og Rík­is­end­ur­skoðunar og við sjá­um því ekki ástæðu til að leita um­sagn­ar Rík­is­end­ur­skoðunar,“ seg­ir Björn Val­ur.

Rík­is­end­ur­skoðun hef­ur setið und­ir gagn­rýni vegna vinnu við skýrslu um kaup rík­is­ins á nýju fjár­hags- og bók­halds­kerfi, en skýrsl­unni hef­ur enn ekki verið skilað.

„Þessi ákvörðun hef­ur ekk­ert með inni­hald skýrsl­unn­ar að gera. Þetta snýst um það vinnu­lag að hafa ekki upp­lýst þingið um það sem m.a. kem­ur fram í þess­um skýrslu­drög­um fyrr en mörg­um árum síðar, þrátt fyr­ir að gengið hafi verið eft­ir því af hálfu þing­manna. Við höf­um ekki fengið viðhlít­andi skýr­ing­ar á því og meðan svo er sjá­um við ekki ástæðu til að leita um­sagn­ar stofn­un­ar­inn­ar á þessu né öðru,“ seg­ir Björn Val­ur.

Rík­is­end­ur­skoðun er stofn­un sem heyr­ir beint und­ir Alþingi. Stofn­un­in end­ur­skoðar rík­is­reikn­ing og reikn­inga rík­isaðila, hef­ur eft­ir­lit með og „stuðlar að um­bót­um á fjár­mála­stjórn rík­is­ins og nýt­ingu al­manna­fjár,“ eins og seg­ir á heimasíðu stofn­un­ar­inn­ar um hlut­verk henn­ar. Hún ger­ir grein fyr­ir niður­stöðum end­ur­skoðunar og út­tekta í skýrsl­um sem send­ar eru Alþingi.

Björn Val­ur seg­ir að það sé ekki gott þegar það ríki van­traust milli þings­ins og Rík­is­end­ur­skoðunar. „Þetta er grafal­var­legt mál ef það rík­ir ekki traust á milli þings­ins og und­ir­stofn­ana þess.“

Hvaða leið sér þú til að bæta úr þessu?

„Ég ætla að fela for­sæt­is­nefnd þings­ins það. Rík­is­end­ur­skoðun heyr­ir beint und­ir for­sæt­is­nefnd þings­ins. Ég ætl­ast til þess að nefnd­in komi sam­an sem allra fyrst og leiti lausna á þessu,“ sagði Björn Val­ur. Hann vildi ekki svara því hvort að það þyrftu að verða ein­hverj­ar breyt­ing­ar hjá Rík­is­end­ur­skoðun til að hægt væri að skapa á ný traust á milli þings­ins og stofn­un­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert