Flugfélagið má ekki malbika

„Við þurfum auðvitað að fá á hreint af hverju þessi mál eru stopp í kerfinu. Hjá Flugfélagi Íslands var metnaður fyrir því að skapa góða aðstöðu við flugstöð sína. Málið virðist komið í algjöra pattstöðu,“ segir Kristján L. Möller alþingismaður og fyrrverandi samgönguráðherra.

Kristján hefur á Alþingi lagt fram fyrirspurn til fjármálaráðherra, þar sem óskað er skýringa á því hvers vegna Flugfélag Íslands hafi ekki fengið leyfi ráðherra, sem fulltrúa eiganda þessa lands sem Reykjavíkurflugvöllur að hluta til stendur á, til að malbika bílastæðin við flugstöð sína.

Mál þetta hefur verið í deiglu um nokkurt skeið. Fram kom í Morgunblaðinu í sumar að byrjað yrði að innheimta bílastæðagjöld við afgreiðslu Flugfélags Íslands í haust. Þá yrði búið að malbika malarstæðin sem eru neðan við flugstöðina. Þar á bæ töldu menn alla reiti valdaða og fljótlega mætti hefjast handa. Borgaryfirvöld voru í sumar, að því er fram kom þá, hlynnt málinu. Hins vegar hefur málið verið strand síðustu mánuði og því hefur þingmaðurinn óskað svara fjármálaráðuneytisins – en ríkið og borgin eru eigendur flugvallarsvæðisins í Vatnsmýrinni, hvort til helminga

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert