Grafan skemmdist ekki

Grafan sökk í ána.
Grafan sökk í ána. Ljósmynd/Nikulás

Flest bend­ir til að belta­graf­an sem sökk í Jök­ulsá í Fljóts­dal í gær hafi sloppið óskemmd. Tvær stór­ar gröf­ur voru í gær notaðar við að draga hana í land.

Björg­un­ar­sveit­in Hérað á Eg­ils­stöðum var kölluð út til að sækja bíl­stjóra gröf­unn­ar. Maður sem var á bakk­an­um kallaði eft­ir aðstoð. Sveit­in fór á staðinn með bát og gekk fljótt og vel að sækja mann­inn. Ekk­ert amaði að hon­um þegar að var komið.

Graf­an er 24 tonn og þurfti að nota stór­virk­ar vinnu­vél­ar til að ná gröf­unni upp úr ánni. Guðný Mar­grét Hjalta­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri hjá ÞS verk­tök­um, sem á gröf­una, seg­ir að vel hafi gegnið að ná gröf­unni upp. Ótt­ast hafi verið að mótor henn­ar væri ónýt­ur, en hann sé sem bet­ur fer í lag. Hins veg­ar þurfi að skipta um all­ar síur og ol­í­ur á vél­inni.

Ástæðan fyr­ir óhapp­inu er sú að gröf­umaður­inn mis­reiknaði sig og fór ekki rétta leið yfir ána. Grynn­ing­ar eru skammt frá staðnum, en gröf­umaður­inn hitti ekki á þær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert