„Linkind og langir frestir“ ekki réttu ráðin

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í ræðustól á Alþingi.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í ræðustól á Alþingi. mbl.is/Ómar

Áætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishafta, fjárfestingaleiðin, hefur enn lítinn árangur borið. Ekki hefur dugað að veifa þeirri gulrót að fjárfestar geti keypt krónur fyrir evrur á mun lægra gengi en opinberu gengi Seðlabankans.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ekki álíta að það hafi verið rangt að reyna umrædda leið. En áhyggjum valdi hve lítinn hluta vandans þessi aðferð hafi leyst.

Hann bendir á að menn hafi alveg frá 2008 mjög vanmetið aflandskrónuvandann, „snjóhengjuna“ svonefndu. Áður hafi verið talað um 800 milljarða króna eða minna en núna langt yfir þúsund milljarða sem gætu streymt út.

„Linkind og langir frestir er ekki það sem til þarf,“ segir Bjarni. „Okkur í stjórnarandstöðunni hefur fundist að stjórnvöld hafi ekki sett málið í forgang, að þau hafi ekki gripið í nægilegum mæli til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru. Við þurfum að ná pólitískri samstöðu um að leysa vandann á sem skemmstum tíma með úrræðum sem duga.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert