Matarverð er á uppleið

mbl.is/Þorkell

Verð á kjöti, fiski og mjólk­ur­vör­um hækk­ar milli ára og nem­ur hækk­un­in allt að tug­um pró­senta. Svínakótelett­ur hafa hækkað um 27% á einu ári og rækja um 21%.

Þetta kem­ur fram í töl­um Hag­stofu Íslands en þær sýna að verðið hef­ur í mörg­um til­fell­um hækkað langt um­fram verðlagsþróun.

Aðal­steinn Á. Bald­urs­son, formaður Fram­sýn­ar – stétt­ar­fé­lags, seg­ir marga eiga erfitt með fram­færslu.

„Því er reglu­lega haldið fram að lág­launa­fólk eigi fyr­ir verðhækk­un­um enda hafi kaup­mátt­ur­inn auk­ist. Þetta er bara falskt. Laun­in eru í mörg­um til­fell­um svo lág að sí­fellt fleiri ráða ekki við hækk­an­irn­ar.“ Í um­fjöll­un um þessi smal í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hann vax­andi þrýst­ing á verka­lýðshreyf­ing­una vegna þessa.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert