Matarverð er á uppleið

mbl.is/Þorkell

Verð á kjöti, fiski og mjólkurvörum hækkar milli ára og nemur hækkunin allt að tugum prósenta. Svínakótelettur hafa hækkað um 27% á einu ári og rækja um 21%.

Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands en þær sýna að verðið hefur í mörgum tilfellum hækkað langt umfram verðlagsþróun.

Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar – stéttarfélags, segir marga eiga erfitt með framfærslu.

„Því er reglulega haldið fram að láglaunafólk eigi fyrir verðhækkunum enda hafi kaupmátturinn aukist. Þetta er bara falskt. Launin eru í mörgum tilfellum svo lág að sífellt fleiri ráða ekki við hækkanirnar.“ Í umfjöllun um þessi smal í Morgunblaðinu í dag segir hann vaxandi þrýsting á verkalýðshreyfinguna vegna þessa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert