Nýr formaður ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar

Stefán Rafn Sigurbjörnsson
Stefán Rafn Sigurbjörnsson

Landsþingi Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, lauk í dag með ávarpi nýkjörins formanns samtakanna, Stefán Rafn Sigurbjörnsson. Stefán Rafn er 23 ára stjórnmálafræðinemi í Háskóla Íslands.  

Í ræðu sinni sagði hann meðal annars að Jóhanna Sigurðardóttir ætti mikla virðingu inni hjá Ungum jafnaðarmönnum hét því að Ungir Jafnaðarmenn munu halda uppi virðingu og heiðri hennar í framtíðinni. Hann vilji berjast fyrir auknu umræðulýðræði og vinna að því að uppræta óvinavæðingu. Þeir sem kjósi að taka þátt í stjórnmálum eigi að vera fyrst til að benda á það að ólíkar skoðanir. Umræða, rökræða og málamiðlanir eru það sem byggja þetta land. Ungir jafnaðarmenn og aðrir sem taki þátt í umræðunni verði að sýna það í verki.  

Stefán Rafn tekur við af Guðrúnu Jónu Jónsdóttur sem hefur gegnt embætti formanns Ungra jafnaðarmanna frá árinu 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert