Þjóðin tekur tillögunum ekki alvarlega

Bjarni Benediktsson var á fundi á Akureyri í dag.
Bjarni Benediktsson var á fundi á Akureyri í dag. Ljósmynd/Karl Eskil Pálsson

  „Væntanlegar kosningar um ráðgefandi tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá eru ólýðræðislegar, þar sem stjórnarflokkarnir munu síðan toga og teygja niðurstöðurnar  sér í hag,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins á opnum fundi á Akureyri í dag.  

Fjallað er um fundinn í Vikudegi í dag. Bjarni sagði að ákveðin öfl í þjóðfélaginu komi til með að túlka niðurstöðurnar sem vilja þjóðarinnar, sama hver þátttakan í kosningunum kunni að verða.

 „Það furðar mig mjög hversu lítil umræða fer fram um væntanlegar kosningar, þjóðin virðist ekki taka þessu máli mjög alvarlega. Ég held að fólk trúi því ekki að til standi að fara í atkvæðagreiðslu sem muni kalla á stjórnarskrá á þeim grundvelli sem stjórnlagaráð hefur skilað af sér,“ sagði Bjarni og vitnaði meðal annars til spurningarinnar um að jafna vægi atkvæða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert