Varar við snörpum vindhviðum

Það hefur verið milt verður um allt land í dag.
Það hefur verið milt verður um allt land í dag. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Veðurstofa Íslands varar við snörpum vindhviðum suðaustantil á landinu í nótt.

Í spá Veðurstofunnar fyrir veður næsta sólarhringinn segir að vindur gangi í austan 13-20 m/s með rigningu á sunnanverðu landinu í kvöld og nótt, en hvassast verði úti við suðausturströndina. Hægari og þurrt verði fyrir norðan. Norðaustan 8-13 og rigning með köflum á morgun, en léttir til suðvestanlands seinni partinn. Hiti verður 3 til 10 stig að deginum, mildast syðst.

Sjá nánar um veðrið á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert