Veiðigjöldin munu fækka útgerðum

Togarar við bryggju í Reykjavík.
Togarar við bryggju í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Í umfjöllun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva, sem fram fór á fimmtudag, kom skýrt fram að staða bolfiskútgerða sem ekki reka sína eigin vinnslu er mjög slæm og lækkar framlegð þeirra frá árinu 2010 um 20% eða 23kr./þíg.kg.

Þá kom fram að meðal EBITDA á þorskígildi að frádregnu fullu veiðigjaldi er ekki nema 50 krónur. Hjá hluta félaga dregur fullt veiðigjald framlegð niður í núllpunkt.

„Þessi margföldun á veiðigjaldinu mun óhjákvæmilega kalla á frekari samþjöppun í sjávarútvegi með þeim afleiðingum að starfsemi margra minni útgerða og fiskvinnslna mun leggjast af,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva í Morgunblaðinu í dag. Að hans mati hefur ekki verið höfð í huga sú afleiðing sem samþjöppun í greininni hefur fyrir margar byggðir landsins. „Það er óhjákvæmilegt að útgerðir og fiskvinnslur munu leggja upp laupana eða sameinast og þannig geta vinnsla og veiði farið frá einhverjum svæðum á landinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert