Íslendingar „stærstir“ í Evrópu

Brynjar Gauti

Breskir karlmenn hafa stærri getnaðarlim en franskir karlar ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var á vegum Ulster-háskólans í Bretlandi.

Íslenskir karlmenn eru hins vegar stærri en kynbræður þeirra í Bretlandi og Frakklandi því samkvæmt rannsókninni er getnaðarlimur þeirra sá stærsti í Evrópu.

Ef rýnt er í tölur yfir „stærð“ karlmanna í Evrópu kemur m.a. fram að getnaðarlimur karla í Bretlandi er að meðaltali 13,97 sm í fullri reisn, 13,46 sm í Frakklandi og tæpir 15 sm í Svíþjóð.

Sé horft til þeirra þjóða sem enda töluvert ofar á listanum má m.a. finna íslenska karlmenn en getnaðarlimur þeirra er að meðaltali 16,51 sm. Eru íslenskir karlar því stærstir í Evrópu og í fimmta sæti á heimsvísu því samkvæmt rannsókninni eru einungis karlar í Kólumbíu, Gana, Ekvador og í Kongó með stærri lim.

Vert er að geta þess að karlar í Kongó lenda í fyrsta sæti með rúmlega 18 sm lengd að meðaltali en í síðasta sæti má finna karla í Norður- og Suður-Kóreu með 9.65 sm í fullri reisn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka