Árni Páll stefnir á 1. sæti í Suðvesturkjördæmi

Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason Friðrik Tryggvason

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.

„Ég stefni að því að leiða listann í kraganum eins og í síðustu kosningum,“ sagði Árni Páll í samtali við mbl.is.

Árni hefur verið á þingi frá 2007 og hefur sinnt embætti félags- og tryggingamálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra. Árni situr jafnframt í utanríkismálanefnd Alþingis.

Fyrr í dag tilkynnti Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra að hún stefndi einnig á fyrsta sætið í Suðvesturkjördæmi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert