Samræðuvefur um stjórnarskrána

Sam­tök um nýja stjórn­ar­skrá (SANS) hafa opnað sam­ræðuvef fyr­ir al­menn­ing um stjórn­ar­skrár­mál fyr­ir þjóðar­at­kvæðagreiðsluna 20. októ­ber á slóðinni stjorn­ar­skra.yrpri.org, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Vef­ur­inn er unn­inn í sam­starfi við sjálf­seign­ar­stofn­un­ina Íbúa. Um er að ræða svipað viðmót og á vefn­um Betri Reykja­vík, en hér er ein­göngu lögð áhersla á stjórn­ar­skrár­mál, sér­stak­lega þau er varða kosn­ing­arn­ar 20. októ­ber og mun­inn á frum­varpi Stjórn­lagaráðs og nú­gild­andi stjórn­ar­skrá.

Til­gang­ur vefs­ins er að auka umræðu um mál­efni sem tengj­ast kosn­ing­un­um 20. októ­ber. Þar gefst al­menn­ingi tæki­færi til að tjá sig um rök með og á móti hinum ýmsu mál­efn­um tengd­um stjórn­ar­skránni. Þá er hægt að greiða rök­semd­um og mál­um at­kvæði.

 Áhuga­söm­um er bent á vef SANS – sans.is- til að kynna sér mál­efni kosn­ing­anna enn frek­ar, en þar er að finna ýms­an fróðleik fyr­ir kosn­ing­arn­ar 20. októ­ber. Þar er jafn­framt hægt að óska eft­ir svör­um við spurn­ing­um og biðja um kynn­ingu á stjórn­ar­skrár­mál­efn­um fyr­ir þjóðar­at­kvæðagreiðsluna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert