„Tek við afar góðu búi"

Ríkisráð fundaði á Bessastöðum í dag. Hér er stjórnin eins …
Ríkisráð fundaði á Bessastöðum í dag. Hér er stjórnin eins og hún er eftir ráðherraskiptnin í morgun. mbl.is/Kristinn

Katrín Júlí­us­dótt­ir seg­ir það góða til­finn­ingu að taka við fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu. „Það er líka gott að taka aft­ur til starfa eft­ir gott fæðing­ar­or­lof. Það er heil­mik­il til­hlökk­un í mér að vera að stíga aft­ur inn í hringiðu stjórn­mál­anna,“ sagði Katrín að lokn­um rík­is­ráðsfundi á Bessa­stöðum.

Hún seg­ir það sér­stakt til­hlökk­un­ar­efni að taka við fjár­málaráðuneyt­inu. „Ég tek við afar góðu búi en það eru mörg stór mál sem þarf að fylgja eft­ir og ég hlakka til að tak­ast á við þau.“

Fjár­laga­frum­varpið er á meðal þeirra stóru mála sem þarf að fylgja eft­ir í vet­ur að sögn Katrín­ar. Hún seg­ir jafn­framt að það þurfi að fara vel yfir gjald­miðils­mál­in og hvernig megi auka fjár­fest­ing­ar. Þá sé verið að sam­eina ráðuneyti, fjár­málaráðuneyti og efna­hags­ráðuneyti, og það verði að fylgja því eft­ir að sú sam­ein­ing gangi vel.

Spurð hvort hún hygg­ist bjóða sig fram í for­ystu­sveit Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í kom­andi kosn­ing­um seg­ir hún: „Ég hef tekið þá ákvörðun að ég ætla að gefa kost á mér í fyrsta sæti list­ans í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Við skul­um orða það þannig að ég tek alltaf einn slag í einu og við sjá­um til hvað fólkið mitt í Suðvest­ur­kjör­dæmi vill gera og för­um svo bara yfir það síðar. Ég úti­loka ekki neitt. En engu að síður er það ekki á borðinu hjá mér núna að fara í for­ystu í Sam­fylk­ing­unni að öðru leyti að því að sækj­ast eft­ir þessu fyrsta sæti í kjör­dæm­inu.“

Spurð út í gjald­eyr­is­höft­in seg­ir Katín: „Ég er ein af þeim, eins og ör­ugg­lega flest­ir, sem vilja hafa sem opn­ust viðskipti við út­lönd. Þannig að gjald­eyr­is­höft­in, þau auðvitað hamla ýmsu. En þau eru samt mik­il­vægt verk­færi á meðan við erum að vinna hér á inn­an­landsvanda. Þetta þarf allt að skoðast í sam­hengi. Við mun­um fara vanda­lega yfir þetta núna á næst­unni, með hvaða hætti við sjá­um framtíðina fyr­ir okk­ur í þessu. Þetta þurf­um við að gera líka í sam­hengi við gjald­miðil­inn, hvernig ætl­um við að koma gjald­miðils­mál­um fyr­ir hér til lengri tíma. Ætlum við að halda áfram að nota ís­lensku krón­una, og þá hvernig? Eða þá erum við til­bú­in til þess að taka skrefið og sækj­ast eft­ir því að taka upp ann­an gjald­miðil. Þetta eru stóru spurn­ing­arn­ar í ís­lenskri póli­tík í dag.“

Katrín seg­ir Sam­fylk­ing­una hafa stefnu í þessu máli og kall­ar eft­ir því að aðrir stjórn­mála­flokk­ar kynni sína stefnu varðandi gjald­miðils­mál­in.

Hvað varðar fyr­ir­hugaða skatta­hækk­un á fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu seg­ir Katrín að farið verði vand­lega yfir málið. „Nú er ég bara að taka við. Ég mun fara núna niður í ráðuneyti og fara vand­lega yfir þetta. Fjár­laga­frum­varpið er komið til fjár­laga­nefnd­ar, það er komið til þings­ins. Þingið ber núna ábyrgð á því að ljúka því og ég mun fara vand­lega yfir þetta mál með þeim,“ seg­ir Katrín og bæt­ir við að hún muni ekki gefa út nein­ar yf­ir­lýs­ing­ar í tengsl­um við þetta mál að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert