Bleytusnjór og hríðarveður fyrir norðan

Slydda eða snjókoma verður nyrst á landinu í nótt.
Slydda eða snjókoma verður nyrst á landinu í nótt. mbl.is/Ómar

Vegagerðin varar við aukinni úrkomu þegar líður á nóttina og snemma í fyrramálið, einkum vestan til á Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum.

Seint í nótt og í fyrramálið má reikna með samfelldri snjókomu eða því sem næst, á norðanverðum Vestfjörðum, Ströndum og annesjum vestantil á Norðurlandi. Bleytusnjór verður á láglendi, en hríðarveður á fjallvegum. Þá er áfram búist við dálitlum éljum eða muggu líkt og verið hefur á fjallvegum norðan- og norðaustanlands til morguns.

Vegagerðin vekur jafnframt athygli á því að lítið er fylgst með færð á hálendinu þegar komið er fram á þennan tíma. Talið er að ófært sé víða á hálendisvegum, ekki síst norðan jökla, Kaldadal og Sprengisandi.

Flestar aðalleiðir á landinu eru hins vegar auðar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert