Lýsir ótrúlegri hvatvísi

Hús Umferðarmiðstöðvarinnar BSÍ við Vatnsmýrarveg en þangað ætlar borgarstjórn að …
Hús Umferðarmiðstöðvarinnar BSÍ við Vatnsmýrarveg en þangað ætlar borgarstjórn að flytja aðalskiptistöð Strætó. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er ekk­ert lítið af­drifa­rík ákvörðun að taka, fyr­ir al­menn­ings­sam­göng­ur á öllu höfuðborg­ar­svæðinu næstu ára­tug­ina. Ég mælt­ist ein­dregið til þess að menn flýti sér hægt og áður en það fer hálf­ur millj­arður í þetta þá splæsi menn nú kannski í of­ur­litla út­tekt á því hvar er best að hafa þessa miðstöð,“ seg­ir Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins. 

Á borg­ar­stjórn­ar­fundi í dag gagn­rýndi Kjart­an harðlega fyr­ir­ætlan­ir borg­ar­yf­ir­valda um að kaupa Um­ferðarmiðstöðina (BSÍ) fyr­ir 445 millj­ón­ir króna og færa aðal­skiptistöð Strætó þangað frá Hlemmi. Eng­in form­leg ákvörðun hef­ur verið tek­in um það í borg­ar­kerf­inu að færa aðal­skiptistöðina að BSÍ og Kjart­an seg­ir áhöld um hvort sú staðsetn­ing sé heppi­leg. 

Ekk­ert fag­legt mat verið gert

Reglu­lega hef­ur verið rætt um að færa aðal­skiptistöð Strætó og fyr­ir nokkr­um árum var áætlað að gerð yrði hagræn út­tekt á því hvar besta staðsetn­ing­in væri. Kjart­an rifjar upp að þá hafi verið talað um að stöðin þyrfti að vera sem næst miðju Reykja­vík­ur þegar litið er til fólks­fjölda og um­ferðarþunga og áætlað að til að virka sem skyldi mætti hún ekki vera vest­ar en Kringl­an.

Ekk­ert fag­legt mat hef­ur hins veg­ar enn verið gert og seg­ir Kjart­an ótrú­legt að nú skuli vera stefnt að kaup­um á BSÍ til að koma þar fyr­ir skiptistöð án þess að sér­fræðimat liggi fyr­ir. „Það sem hef­ur gerst á þess­um sjö árum er auðvitað bara að það er kom­in enn meiri byggð fyr­ir aust­an en vest­an,“ seg­ir Kjart­an. Hann seg­ir það hafa verið mikið heilla­spor á sín­um tíma að sam­eina al­menn­ings­sam­göng­ur Reykja­vík­ur og ná­granna­sveit­ar­fé­laga í eitt og sama leiðar­kerfið en aðal­skiptistöðin þurfi líka að taka mið af því. 

Myndi þjóna aust­ur­hverf­un­um illa

„Með því að velja meg­in­skiptistöð stað svo vest­ar­lega í borg­inni er verið að gera það erfiðara en ella að bæta þjón­ustu stræt­is­vagna við aust­ur­hverfi borg­ar­inn­ar, en úr þess­um hverf­um borg­ar­inn­ar koma helst ábend­ing­ar um að bæta þurfi þjón­ustu stræt­is­vagna,“ seg­ir Kjart­an og bæt­ir því við að verðið, 445 millj­ón­ir, sé afar hátt miðað við hve mik­il óvissa ríki um skipu­lags­lega stöðu lóðar­inn­ar. 

„Því má færa rök fyr­ir því að ein­ung­is sé verið að kaupa húsið en ekki lóðina. Eign­ist borg­in húsið þarf vænt­an­lega að gera á því kostnaðarsam­ar end­ur­bæt­ur, sem bæt­ist við kaup­verðið. Þetta lýs­ir ótrú­legri hvat­vísi finnst mér.“

Kjartan Magnússon í ræðustóli á fundi borgarstjórnar.
Kjart­an Magnús­son í ræðustóli á fundi borg­ar­stjórn­ar. mbl.is/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert