Rækta bygg og hveiti á Rauðasandi

Bygg unnið úr korninu á Rauðasandi.
Bygg unnið úr korninu á Rauðasandi. mbl.is/Magnús Ólafs Hansson

Bændurnir á Lambavatni á Rauðasandi eru einu vestfirsku bændurnir sem rækta korn til þreskingar. Sáð var korni í tíu hektara lands í vor og er uppskeran nú þrjú til fjögur tonn af byggi á hektara. Uppskeran er góð þrátt fyrir kulda og þurrka í vor.

Þeir hafa ræktað korn í þrettán ár og eiga einu þreskivélina sem er í notkun á Vestfjörðum. Síðustu tvö árin hafa þeir prófað ræktun á hveiti, ekki er búið að slá hveitið í haust.

„Ef það nær betri þroska en í fyrra væri möguleiki að mala það og nota til manneldis en annars nýtist það í fóður fyrir kýrnar eins og byggið.“ Þetta  segir Eyjólfur Tryggvason, rafvirki á Patreksfirði, í umfjöllun um ræktun þessa í Morgunblaðinu í dag, en Eyjólfur ræktar korn með föður sínum og bróður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert