Ríkisstjórnarflokkar tapa fylgi

Ekkert af nýju framboðunum fjórum næði flokki inn á þing …
Ekkert af nýju framboðunum fjórum næði flokki inn á þing eins og staðan mælist í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Mbl.is/Golli

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir tapa fylgi en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn bæt­ir við sig sam­kvæmt nýj­um Þjóðar­púlsi Gallup, sem RÚV sagði frá í kvöld­frétt­um. Eng­inn flokk­anna sem bjóða sig fram í fyrsta skipti nær manni inn á þing, en minnst vant­ar upp á hjá Bjartri framtíð.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist sem fyrr með mest fylgi, 37,1 pró­sent, og bæt­ir við sig frá síðustu könn­un að því er RÚV seg­ir frá. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir mæl­ast nú hins veg­ar með tveim­ur pró­sentu­stig­um minna fylgi en í síðustu könn­un. Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 19,4 pró­sent en Vinstri-græn­ir 12,4 pró­sent. Fram­sókn mæl­ist með 14,2% fylgi, sem er svipað og í sept­em­ber.

Nýju fram­boðin fjög­ur mæl­ast með tals­vert minna fylgi, en Björt framtíð er með 4,9% og þar með næst því að ná manni inn á þing, en til þess þarf 5% kosn­ingu. Næst koma Hægri-græn­ir með 4,4%, Dög­un með 3,6% og Samstaða með 2,4%.

Þjóðar­púls Gallup var tek­inn 30. ág­úst til 27. sept­em­ber. 5.591 var í úr­tak­inu en svar­hlut­fallið var rétt rúm sex­tíu pró­sent. 71,6 pró­sent tóku af­stöðu til flokka. Tæp 14 pró­sent ætla ekki að kjósa eða ætla að skila auðu en litlu fleiri gáfu ekki upp af­stöðu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert