Vilja breyta framtíðarsýninni

Benedikt Jóhannesson
Benedikt Jóhannesson Eggert Jóhannesson

Fyrr­ver­andi ráðherr­ar og framá­menn í viðskipta­lífi og hreyf­ing­um launa­fólks komu sam­an í dag til að ræða þróun mála í þjóðfé­lag­inu. Fólkið mun eiga það sam­eig­in­legt að hafa áhyggj­ur af ástand­inu í þjóðfé­lag­inu og hvernig umræður þró­ast. Í kjöl­far fund­ar­ins sendi hóp­ur­inn frá sér sam­eig­in­lega álykt­un.

„Með þessu vilj­um við hvetja stjórn­mála­menn til að ræða um mik­il­væg­ustu verk­efni stjórn­mál­anna. Að tryggja sam­bæri­leg lífs­gæði hér á landi og í grann­lönd­un­um,“ seg­ir Bene­dikt Jó­hann­es­son stærðfræðing­ur sem er einn þeirra sem stóðu að fund­in­um.  

Á fund­in­um fluttu fimm ein­stak­ling­ar er­indi. Það voru Kristrún Heim­is­dótt­ir þingmaður,  Vil­mund­ur Jós­efs­son, formaður SA, Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, fyrr­ver­andi ráðherra, Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, og Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ.  

Álykt­un­ina má finna hér:

SAMSTAÐA UM ÞJÓÐAR­HAGS­MUNI

„Mik­il­væg­asta verk­efni ís­lenskra stjórn­mála er að tryggja sam­bæri­leg lífs­kjör og í grann­lönd­um. Við ungu fólki á Íslandi blas­ir hins veg­ar framtíð með lægri laun­um, dýr­ara láns­fé, minna at­hafna­frelsi og veik­ara vel­ferðar­kerfi. Þess­ari framtíðar­sýn þarf að breyta.

Fyr­ir­sjá­an­legt er að Ísland muni búa við tak­mark­an­ir á viðskiptafrelsi um langa framtíð verði ekk­ert að gert.

Þær hug­mynd­ir sem uppi eru um nýtt form gjald­eyr­is­hafta sýna – svo að ekki verður um villst – að óbreytt staða er óhugs­andi og end­ur­skoðun samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið er óhjá­kvæmi­leg.

Stöðu Íslands á innri markaðnum verður að styrkja og jafna sam­keppn­is­stöðu við ná­granna­lönd. Því er nauðsyn­legt að ná breiðri sam­stöðu um þessi brýn­ustu mark­mið:

  • Agaða hag­stjórn sem sam­ræmi stefn­una í rík­is­fjár­mál­um og mál­efn­um at­vinnu­veg­anna mark­miðinu um fjár­mála­stöðug­leika og upp­töku not­hæfs gjald­miðils. 
  • Traust­an póli­tísk­an stuðning við efna­hags­mark­miðin og aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið. Ein­ung­is þannig næst fram eins hag­stæður samn­ing­ur og mögu­legt er, sem þjóðin tek­ur síðar af­stöðu til. 
  • Nýja raun­hæfa áætl­un um aðild­ar­viðræðurn­ar með hliðsjón af aðstæðum hér heima og í Evr­ópu, sem gef­ur rýmri tíma til að ná sam­stöðu sem tryggi hags­muni þjóðar­inn­ar.
  • Sú breyt­ing á stjórn­ar­skránni taki gildi sem trygg­ir að þjóðin geti tekið þess­ar brýnu ákv­arðanir um stöðu Íslands í Evr­ópu á næsta kjör­tíma­bili. 


Ekki er rök­rétt að veikja stöðu Íslands með því að loka á ein­staka kosti meðan ekki er vitað að aðrir séu fær­ir. Við skor­um því á fólkið í land­inu að taka hönd­um sam­an um öfga­laus viðhorf, að beita áhrif­um sín­um til að þrýsta á stjórn­mála­flokk­ana og treysta sam­stöðu um þjóðar­hags­muni, festu í alþjóðasam­skipt­um og efl­ingu hag­stjórn­ar á Íslandi. Þannig verða sam­keppn­is­hæfni og ásætt­an­leg lífs­kjör þjóðar­inn­ar tryggð til framtíðar.“

Reykja­vík, 2. októ­ber 2012,

Eft­ir­far­andi skrifuðu und­ir yf­ir­lýs­ing­una. Starfs­heiti aðeins til glöggv­un­ar, en all­ir mættu til fund­ar sem ein­stak­ling­ar en ekki full­trú­ar annarra.

Ari K. Jóns­son, rektor HR
Andrés Magnús­son, frkv­stj. Samt. versl­un­ar og þjón­ustu
Andrés Pét­urs­son, Alþjóðastofn­un HÍ
Árni Gunn­ars­son, fv. alþm.
Árni Odd­ur Þórðar­son, Eyri
Bald­ur Þór­halls­son, HÍ
Bene­dikt Jó­hann­es­son, frkv­stj. Talna­könn­un­ar
Björn Sig­ur­björns­son, fv. ráðuneyt­is­stj.
Bolli Val­g­arðsson, ráðgjafi
Ein­ar Stef­áns­son, lækn­ir
Erna Bryn­dís Hall­dórs­dótt­ir, lögg. end.
Finn­björn A. Her­manns­son, form. Samiðnar
Finn­ur Odds­son, frkv­stj. Viðskiptaráðs
Friðrik Páls­son, for­stj. Hót­els Rangár
G.Valdi­mar Valdi­mars­son, kerf­is­fr.
Gísli Hjálm­týs­son, frkv­stj. Thule
Grím­ur Sæ­mundsen, for­stj. Bláa lóns­ins
Guðmund­ur Gunn­ars­son, verka­lýðsfor­ingi
Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ
Gylfi Sig­fús­son, for­stj. Eim­skips
Hall­dór Ein­ars­son, Hen­son
Hall­dór Hall­dórs­son, form. Samb. ísl. sveit­ar­fél.
Hanna Katrín Friðriks­son, frkv­stj. hjá Icepharma
Hann­es G. Sig­urðsson, aðstfrkv­stj. SA
Har­ald­ur Flosi Tryggva­son, form. stj. Orku­veit­unn­ar
Helgi Magnús­son, iðnrek­andi
Hilm­ar B. Jan­us­son, deild­ar­for­seti, HÍ
Hilm­ar P. Val­g­arðsson, Eim­skipa­fél.
Hjör­leif­ur Páls­son, Öss­uri
Jó­hann R. Bene­dikts­son, HBT In­ternati­onal
Jón Ásbergs­son, Íslands­stofu
Jón Ingvars­son, lög­fr.
Jón Kristjáns­son, fv. alþm.
Jón Sig­urðsson, fv. form. Fram­sókn­ar­fl.
Jón Sig­urðsson, Öss­uri
Karl Stein­ar Guðna­son, fv. alþm.
Kol­beinn Kol­beins­son, Ístaki
Kol­brún Hrund Víðis­dótt­ir, frkv­stj. 19. hæðar og Turns­ins
Krist­ín Pét­urs­dótt­ir, Auði Capital
Kristján Þor­steins­son, Mar­el
Kristrún Heim­is­dótt­ir, lektor
Loft­ur Árna­son, Ístaki
Magnús Geir Þórðar­son, LR
Mar­grét Guðmunds­dótt­ir, Icepharma
Mar­grét Krist­manns­dótt­ir, Pfaff
Páll Rafn­ar Þor­steins­son, stjórn­mála­fr. KOM
Pét­ur J. Ei­ríks­son, form. Hörpu
Ragn­heiður Kol­soe, þró­un­ar­fulltr.
Rann­veig Guðmunds­dótt­ir, fv. alþm.
Sig­steinn Grét­ars­son, Mar­el
Sig­urður Harðar­son, Centra
Sig­ur­laug Anna Jó­hanns­dótt­ir, frkv­stj. Já Íslands
Stefán Jón Haf­stein, Þró­un­ar­sam­vinn­ust.
Stefán Thors, Skipu­lags­stofn­un
Svana Helen Björns­dótt­ir, form. SI
Ell­isif Tinna Víðis­dótt­ir, Thule
Thom­as Möller, Rými
Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, fv. ut­an­rík­is­ráðh.
Vé­steinn Ólason, próf.
Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, frkv­stj. SA
Vil­hjálm­ur Þor­steins­son, fjár­fest­ir
Vil­mund­ur Jós­efs­son, form. SA
Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, alþm.
Þorkell Sig­ur­laugs­son, form. Fram­taks­sjóðsins
Þor­steinn Páls­son, fv. for­sæt­is­ráðh.
Þórður Magnús­son, Eyri
Þórður Sverris­son, for­stj. Nýherja
Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, fv. ráðh.
Þrá­inn Þor­valds­son, Saga Medica.
Þröst­ur Ólafs­son, fv. frkv­stj. Sin­fón­í­unn­ar
Örn Gúst­afs­son, Okk­ar líf

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert