Vilja breyta framtíðarsýninni

Benedikt Jóhannesson
Benedikt Jóhannesson Eggert Jóhannesson

Fyrrverandi ráðherrar og framámenn í viðskiptalífi og hreyfingum launafólks komu saman í dag til að ræða þróun mála í þjóðfélaginu. Fólkið mun eiga það sameiginlegt að hafa áhyggjur af ástandinu í þjóðfélaginu og hvernig umræður þróast. Í kjölfar fundarins sendi hópurinn frá sér sameiginlega ályktun.

„Með þessu viljum við hvetja stjórnmálamenn til að ræða um mikilvægustu verkefni stjórnmálanna. Að tryggja sambærileg lífsgæði hér á landi og í grannlöndunum,“ segir Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur sem er einn þeirra sem stóðu að fundinum.  

Á fundinum fluttu fimm einstaklingar erindi. Það voru Kristrún Heimisdóttir þingmaður,  Vilmundur Jósefsson, formaður SA, Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi ráðherra, Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.  

Ályktunina má finna hér:

SAMSTAÐA UM ÞJÓÐARHAGSMUNI

„Mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnmála er að tryggja sambærileg lífskjör og í grannlöndum. Við ungu fólki á Íslandi blasir hins vegar framtíð með lægri launum, dýrara lánsfé, minna athafnafrelsi og veikara velferðarkerfi. Þessari framtíðarsýn þarf að breyta.

Fyrirsjáanlegt er að Ísland muni búa við takmarkanir á viðskiptafrelsi um langa framtíð verði ekkert að gert.

Þær hugmyndir sem uppi eru um nýtt form gjaldeyrishafta sýna – svo að ekki verður um villst – að óbreytt staða er óhugsandi og endurskoðun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið er óhjákvæmileg.

Stöðu Íslands á innri markaðnum verður að styrkja og jafna samkeppnisstöðu við nágrannalönd. Því er nauðsynlegt að ná breiðri samstöðu um þessi brýnustu markmið:

  • Agaða hagstjórn sem samræmi stefnuna í ríkisfjármálum og málefnum atvinnuveganna markmiðinu um fjármálastöðugleika og upptöku nothæfs gjaldmiðils. 
  • Traustan pólitískan stuðning við efnahagsmarkmiðin og aðildarviðræður við Evrópusambandið. Einungis þannig næst fram eins hagstæður samningur og mögulegt er, sem þjóðin tekur síðar afstöðu til. 
  • Nýja raunhæfa áætlun um aðildarviðræðurnar með hliðsjón af aðstæðum hér heima og í Evrópu, sem gefur rýmri tíma til að ná samstöðu sem tryggi hagsmuni þjóðarinnar.
  • Sú breyting á stjórnarskránni taki gildi sem tryggir að þjóðin geti tekið þessar brýnu ákvarðanir um stöðu Íslands í Evrópu á næsta kjörtímabili. 


Ekki er rökrétt að veikja stöðu Íslands með því að loka á einstaka kosti meðan ekki er vitað að aðrir séu færir. Við skorum því á fólkið í landinu að taka höndum saman um öfgalaus viðhorf, að beita áhrifum sínum til að þrýsta á stjórnmálaflokkana og treysta samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar.“

Reykjavík, 2. október 2012,

Eftirfarandi skrifuðu undir yfirlýsinguna. Starfsheiti aðeins til glöggvunar, en allir mættu til fundar sem einstaklingar en ekki fulltrúar annarra.

Ari K. Jónsson, rektor HR
Andrés Magnússon, frkvstj. Samt. verslunar og þjónustu
Andrés Pétursson, Alþjóðastofnun HÍ
Árni Gunnarsson, fv. alþm.
Árni Oddur Þórðarson, Eyri
Baldur Þórhallsson, HÍ
Benedikt Jóhannesson, frkvstj. Talnakönnunar
Björn Sigurbjörnsson, fv. ráðuneytisstj.
Bolli Valgarðsson, ráðgjafi
Einar Stefánsson, læknir
Erna Bryndís Halldórsdóttir, lögg. end.
Finnbjörn A. Hermannsson, form. Samiðnar
Finnur Oddsson, frkvstj. Viðskiptaráðs
Friðrik Pálsson, forstj. Hótels Rangár
G.Valdimar Valdimarsson, kerfisfr.
Gísli Hjálmtýsson, frkvstj. Thule
Grímur Sæmundsen, forstj. Bláa lónsins
Guðmundur Gunnarsson, verkalýðsforingi
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Gylfi Sigfússon, forstj. Eimskips
Halldór Einarsson, Henson
Halldór Halldórsson, form. Samb. ísl. sveitarfél.
Hanna Katrín Friðriksson, frkvstj. hjá Icepharma
Hannes G. Sigurðsson, aðstfrkvstj. SA
Haraldur Flosi Tryggvason, form. stj. Orkuveitunnar
Helgi Magnússon, iðnrekandi
Hilmar B. Janusson, deildarforseti, HÍ
Hilmar P. Valgarðsson, Eimskipafél.
Hjörleifur Pálsson, Össuri
Jóhann R. Benediktsson, HBT International
Jón Ásbergsson, Íslandsstofu
Jón Ingvarsson, lögfr.
Jón Kristjánsson, fv. alþm.
Jón Sigurðsson, fv. form. Framsóknarfl.
Jón Sigurðsson, Össuri
Karl Steinar Guðnason, fv. alþm.
Kolbeinn Kolbeinsson, Ístaki
Kolbrún Hrund Víðisdóttir, frkvstj. 19. hæðar og Turnsins
Kristín Pétursdóttir, Auði Capital
Kristján Þorsteinsson, Marel
Kristrún Heimisdóttir, lektor
Loftur Árnason, Ístaki
Magnús Geir Þórðarson, LR
Margrét Guðmundsdóttir, Icepharma
Margrét Kristmannsdóttir, Pfaff
Páll Rafnar Þorsteinsson, stjórnmálafr. KOM
Pétur J. Eiríksson, form. Hörpu
Ragnheiður Kolsoe, þróunarfulltr.
Rannveig Guðmundsdóttir, fv. alþm.
Sigsteinn Grétarsson, Marel
Sigurður Harðarson, Centra
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, frkvstj. Já Íslands
Stefán Jón Hafstein, Þróunarsamvinnust.
Stefán Thors, Skipulagsstofnun
Svana Helen Björnsdóttir, form. SI
Ellisif Tinna Víðisdóttir, Thule
Thomas Möller, Rými
Valgerður Sverrisdóttir, fv. utanríkisráðh.
Vésteinn Ólason, próf.
Vilhjálmur Egilsson, frkvstj. SA
Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir
Vilmundur Jósefsson, form. SA
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþm.
Þorkell Sigurlaugsson, form. Framtakssjóðsins
Þorsteinn Pálsson, fv. forsætisráðh.
Þórður Magnússon, Eyri
Þórður Sverrisson, forstj. Nýherja
Þórunn Sveinbjarnardóttir, fv. ráðh.
Þráinn Þorvaldsson, Saga Medica.
Þröstur Ólafsson, fv. frkvstj. Sinfóníunnar
Örn Gústafsson, Okkar líf

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert