Frekar á stofnun en til Íslands

Friðrik Kristinsson og Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir með dætur sínar í …
Friðrik Kristinsson og Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir með dætur sínar í Kólumbíu. mbl.is

Íslensk hjón sem hafa verið föst í Kólumbíu frá því í desember ásamt tveimur ættleiddum dætrum sínum hafa ekki enn fengið heimild til þess að fara með börnin heim til Íslands. Þau segja dómrara telja að börnin séu betur komin á stofnun en að vera ættleidd til Íslands.

Þetta er allt á byrjunarstigi og vitum við ekki hvernig þetta verður en vonum við bara að við sleppum frá þessum manni sem er alls ekki hæfur í sínu starfi,“ segja Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir og eiginmaður hennar Friðrik Kristinsson á samskiptavefnum Facebook í dag en þau hafa verið í Kólumbíu síðan í desember á síðasta ári að reyna að komast heim til Íslands með tvær ættleiddar dætur sínar.

Þau hjónin fóru út til Kólumbíu í desember til þess að sækja dætur sínar en lentu þá í vandræðum í kólumbíska dómskerfinu vegna dómara sem hefur ekki viljað samþykkja ættleiðinguna. Málið tók marga mánuði í afgreiðslu hjá dómaranum sem að lokum lagðist gegn ættleiðingunni. Málinu var þá áfrýjað til æðri dómstóls sem komst að þveröfugri niðurstöðu og sendi það aftur til dómarans.

Dómarinn hefur nú komist að sömu niðurstöðu og áður þrátt fyrir tilmæli æðra dómstigs. „Okkur var sagt að ef hann myndi ekki gefa út dóminn eins og Tribunal dæmdi hann til að gera þá myndi hann vera rekinn. Við vonum bara að hann verði látinn fara svo hann geti ekki kvalið fleiri fjölskyldur. Það er víst búið að reyna að koma þessum manni frá í mörg ár og er vonast eftir því að okkar mál muni vera kornið sem fyllir mælinn,“ segja þau Bjarnhildur og Friðrik.

„Okkur skilst að hann sé víst alfarið á móti ættleiðingum til erlendra fjölskyldna og telur greinilega samkvæmt þessum dómi og hinum (í júní) að það sé betra fyrir Helgu og Birnu að alast upp á stofnun til 18 ára aldurs heldur en að alast upp hjá fjölskyldu sem elskar þær út af lífinu,“ skrifa hjónin á Facebook-síðu sína.

Frásögnin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert