Kostnaður Herdísar var um 1,2 milljónir

Herdís Þorgeirsdóttir
Herdís Þorgeirsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Herdís Þorgeirsdóttir, frambjóðandi til forsetakjörs, hefur skilað fjárhagsuppgjöri til Ríkisendurskoðunar. Kosningabarátta hennar kostaði 1.192.761 krónu.

Útgjöld vegna kosningabaráttu Herdísar voru greidd af 47 einstaklingum, auk 116.711 króna frá Herdísi sjálfri. Engin fyrirtækið eða félög styrktu framboðið. Yfirlýst stefna framboðsins var að þiggja ekki styrki frá fyrirtækjum. Öll framlög einstaklinga voru undir 200 þúsund krónum.

Sjá nánar á vef Herdísar

Herdís var síðust frambjóðendanna sex til að skila uppgjöri, en hún segir á heimasíðu sinni að hún hafi verið að koma til landsins frá Georgíu og því hafi skil á því tafist, en uppgjörið hefur verið opið á heimasíðu hennar.

Kostnaður samtals rúmlega 26 milljónir

Samkvæmt yfirlit frá Ríkisendurskoðun var kostnaður frambjóðanda eftirfarandi.

1. Þóra Arnórsdóttir 15.172.661 kr.

2. Ólafur Ragnar Grímsson 6.516.166 kr.

3. Ari Trausti Guðmundsson 1.789.167 kr.

4. Hannes Bjarnason 1.519.112 kr.

5. Herdís Þorgeirsdóttir 1.192.761 kr.

6. Andrea J. Ólafsdóttir undir 400.00 kr.

Heildarkostnaður frambjóðendanna sex er því rúmlega 26 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka