„Okkar vandi var talsverður“

mbl.is/Sverrir

Ólaf­ur M. Magnús­son, stjórn­ar­formaður DV, seg­ir það grafal­var­legt mál þegar fyr­ir­tæki geti ekki staðið skil á vörslu­gjöld­um. „Ég get staðfest það að það eru van­skil [hjá DV] ann­ars veg­ar á vörslu­gjöld­um gagn­vart hinu op­in­bera og hins veg­ar vörslu­fé gagn­vart líf­eyr­is­sjóðum og stétt­ar­fé­lög­um.“

Ólaf­ur seg­ir að það sé miður að af­koma DV hafi verið með þeim hætti að fjöl­miðil­inn hafi ekki getað staðið við sín­ar skuld­bind­ing­ar. Að sögn Ólafs hóf­ust viðamikl­ar aðhaldsaðgerðir hjá DV í októ­ber í fyrra. Hann seg­ir vinnu við end­ur­skipu­lagn­ingu á rekstr­in­um hafa gengið vel og sé að mestu lokið. Loka­hnykk­ur­inn sé hins veg­ar eft­ir.

„Rekstr­araf­kom­an, það sem af er ár­inu, gef­ur til­efni til bjart­sýni. Hlut­haf­ar hafa komið með aukið hluta­fé til blaðsins núna á síðustu dög­um. Það er fyr­ir­séð hluta­fjáraukn­ing; það er búið að boða til hlut­hafa­fund­ar núna í októ­ber þar sem verður farið í og gef­in út heim­ild til hluta­fjár­hækk­un­ar til að mæta þeim skuld­bind­ing­um fé­lags­ins sem það á óupp­gert, og ljúka þeim í far­sæl­an far­veg fyr­ir ára­mót,“ seg­ir Ólaf­ur.

„Það er ljóst að dag­blaðið mun verða sjálf­bært á næsta ári,“ seg­ir Ólaf­ur og bæt­ir við að það sé starfs­mönn­um, lán­ar­drottn­um og birgj­um að þakka.

Ekki sárs­auka­laus aðgerð

„Síðan hef­ur verið farið í mikl­ar aðhaldsaðgerðir sem hafa auðvitað komið niður á starfs­fólki DV, sem hafa tekið þessu af miklu æðru­leysi og sýnt mikla sam­stöðu með blaðinu. En þetta voru nauðsyn­leg­ar aðhaldsaðgerðir til að tryggja rekst­ur­inn.“

Starfs­mönn­um hef­ur verið sagt upp í þess­um aðgerðum og að sögn Ólafs ná upp­sagn­irn­ar til allra deilda fyr­ir­tæk­is­ins. Aðspurður seg­ist hann ekki hafa ná­kvæma tölu um hversu marga starfs­menn sé að ræða. „Það seg­ir sig sjálft að þetta er nátt­úru­lega búið að vera á rúmu ári tals­vert mik­il aðgerð og ekki sárs­auka­laus.“

Spurður hvort aðgerðirn­ar hafi komið niður á launa­greiðslum til starfs­manna, t.d. hvort yf­ir­vinna hafi ekki verið greidd til þeirra, seg­ir Ólaf­ur að stjórn fyr­ir­tæk­is­ins hafi eng­an vilja til að hlunn­fara sína starfs­menn. „Starfs­menn eru auðlind fyr­ir­tæk­is­ins og án þeirra góðu starfs­manna sem DV hef­ur á að skipa þá ger­um við ekki neitt. Hafi slíkt hent þá er það hrein­lega mann­leg mis­tök. Þau verða leiðrétt ef svo er. Ég get auðvitað ekki full­yrt það að eng­in mis­tök hafi átt sér stað.“

Komst yfir erfiðasta hjall­ann

Ólaf­ur seg­ir að DV hafi staðið frammi fyr­ir mikl­um vanda í lok sum­ars. „Sá vandi hef­ur verið far­sæl­lega leyst­ur og það er al­veg ljóst að dag­blaðið er búið að kom­ast yfir erfiðasta hjall­ann og það er bjart framund­an. Það er fyrst og fremst sam­stöðu starfs­manna og stjórn­enda blaðsins að þakka að menn eru bún­ir að ná þeim ár­angri sem raun ber vitni. Svo hafa auðvitað hlut­haf­ar staðið á bak við blaðið.“

Ólaf­ur sett­ist í stól stjórn­ar­for­manns DV sl. vor. Hann seg­ir að þegar að hann hafi komið að borðinu þá hafi fyr­ir­tækið verið búið að safna um­tals­verðum skuld­um. Sam­komu­lag hafi hins veg­ar náðst við embætti toll­stjóra um vörslu­gjöld. Þá sé sam­komu­lag við aðra aðila í burðarliðnum. „Þessi rekst­ur verður í skil­um og er bú­inn að vera í skil­um. Menn hafa ekki verið að auka skuld­irn­ar og lækkuðu í raun þess­ar skuld­ir um 25-6 millj­ón­ir í sept­em­ber.“

„Okk­ar vandi var tals­verður. En hins veg­ar ber á það að geta að dag­blaðið hef­ur haldið úti sterku og öfl­ugu blaði ásamt því að byggja upp þriðja stærsta vef­miðil­inn. Það hef­ur auðvitað verið gert á kostnað þess að menn hafa ekki staðið skil á þess­um gjöld­um. Það er auðvitað grafal­var­leg­ur hlut­ur og al­gjör­lega óá­sætt­an­leg frammistaða af okk­ar hálfu,“ seg­ir Ólaf­ur og bæt­ir við að þannig muni það ekki verða til framtíðar.

Ólafur M. Magnússon, stjórnarformaður DV.
Ólaf­ur M. Magnús­son, stjórn­ar­formaður DV. mbl.is/​Eyþór
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert