Pólitísk atlaga að Ríkisendurskoðun

Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

„Með skipulegum hætti hefur formaður fjárlaganefndar reynt að grafa undan trúverðugleika Ríkisendurskoðunar. Þar ber hann fyrir sig að stofnunin hafi dregið úr hófi að skila skýrslu um kaup á fjárhagsupplýsingakerfi fyrir ríkið,“ segir Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Um það verður ekki deilt, segir Óli Björn, að vinnubrögð Ríkisendurskoðunar við skýrslugerðina eru ámælisverð. „Undir það hefur ríkisendurskoðandi tekið. Það getur aldrei talist ásættanlegt að eftirlitsstofnun taki átta ár að ganga frá skýrslu sem Alþingi hefur óskað eftir. En í þrjú ár hefur formaður fjárlaganefndar vitað að drög að skýrslunni væru tilbúin en gerði ekkert til að fylgja málinu eftir fyrr en nú þegar stutt er til kosninga og ganga þarf frá fjáraukalögum ársins og fjárlögum komandi árs.“

Í niðurlagskafla greinar sinnar segir Óli Björn: „Ef meirihluti fjárlaganefndar er á því að trúnaðarbrestur hafi orðið milli ríkisendurskoðanda og Alþingis, ber meirihlutanum að leggja til við forsætisnefnd að viðkomandi verði vikið úr starfi. Í framhaldinu verður forsætisnefnd að óska eftir samþykkis Alþingis. Komi slík tillaga ekki fram er ekki hægt að draga aðra ályktun en að um pólitískan leikaraskap hafi verið að ræða.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert