Teitur Björn í framboð

Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn Einarsson

Teit­ur Björn Ein­ars­son gef­ur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík í kom­andi próf­kjöri.

Teit­ur Björn Ein­ars­son er 32 ára lögmaður. Hann ólst upp á Flat­eyri og býr og starfar í Reykja­vík. For­eldr­ar hans eru Sigrún Gerða Gísla­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur og Ein­ar Odd­ur Kristjáns­son heit­inn, alþing­ismaður.

Teit­ur lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík og laga­námi frá laga­deild Há­skóla Íslands. Hann var formaður Orators, fé­lags laga­nema, og gegndi einnig ýms­um trúnaðar­störf­um fyr­ir Vöku, fé­lag lýðræðissinnaðra stúd­enta, og fyr­ir Stúd­entaráð Há­skóla Íslands. Að námi loknu starfaði Teit­ur hjá LOGOS lög­manns­stofu.

Árin 2007-2011 var Teit­ur í for­svari fyr­ir fisk­vinnslu­fyr­ir­tækið Eyr­arodda hf. á Flat­eyri og hóf svo störf hjá OPUS lög­mönn­um þar sem hann starfar nú. Teit­ur gegn­ir for­mennsku í ut­an­rík­is­mála­nefnd Sjálf­stæðis­flokks­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert